24.9.2021 | 11:35
Hvers vegna tapar ríkisstjórnin fylgi og fellur kannski á morgun?
Burtséð frá einni skoðanakönnun er ljóst að ríkisstjórnin gæti fallið á morgun og það eru tíðindi svo menn gætu spurt sig hvers vegna? Nú stóð ríkisstjórnin sig vel í að bjarga mannslífum, þótt endalaust megi deila um kófið, samsæri eða ekki, heimskulegar hræðsluaðgerðir eða ekki, og þannig mætti lengi telja. Útgáfurnar eru firnamargar á sannleikanum sem fólk finnur eins og venjulega, eða trúir á.
En uppúr stendur að víða erlendis féllu fleiri í farsóttinni en hér hlutfallslega, og því hafa stjórnvöldin eitthvað gert rétt og því er spurning hvers vegna þau missa fylgi.
Ætli það sé ekki eitthvað því um að kenna að mörgum sjálfstæðismönnum finnst flokkurinn kominn of langt til vinstri og vinstri grænum sinn flokkur kominn of langt til hægri? Ekki skrýtið að Framsókn dafni á slíkum tímum.
Allir þessir flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn hafa lítinn eða engan áhuga á inngöngu í Evrópusambandið, og innan þeirra eru jafnvel margir hörðustu andstæðingar Evrópusambandsaðildarinnar. Á sama tíma eiga margir með slíkar skoðanir það sameiginlegt að vera þjóðernissinnar. Því má segja það vonbrigði að slíkar áherzlur fundust ekki hjá þessari ríkisstjórn.
Oft er það þannig að andstæðum skoðunum vex fylgi þegar ákveðin stjórnvöld eru við völd, þegar andúð vaknar á einhverjum áherzlum eða stjórnarháttum.
Þeir sem gefast upp á íslenzkum stjórnmálum geta í uppgjöf sinni þráð Evrópusambandið, opinn faðm hinnar útlendu og evrópsku fagmennsku sem þar virðist ríkja.
Það eru sennilega flóknar ástæður fyrir því að þessi ríkisstjórn gæti fallið á morgun.
Ríkisstjórnin gæti haldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 10
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 460
- Frá upphafi: 132193
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 360
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er t.d. andvígur lögunum um kynræna sjálfræðið sem að sitjandi ríkisstjórn er ný-búin að samþykkja
og þar með tapaði sitjandi ríkisstjórn mínum stuðningi.
Jón Þórhallsson, 24.9.2021 kl. 11:55
Þrátt fyrir nafnið er Miðflokkurinn lengst til hægri á Alþingi og ríður nú ekki feitum (grað)hesti frá þessum kosningum, þrátt fyrir allt orkupakkakjaftæðið.
Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 12:48
Ríkisstjórnin hefur ekki bjargað neinum mannslífum í faraldrinum. Allt slíkt er heilbrigðisstarfsfólki að þakka, sem hefur gert það þrátt fyrir ríkisstjórnina.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2021 kl. 15:01
Þakka ykkur spakleg ummæli. Orkupakkakjaftæði er ómaklegt, finnst mér Þorsteinn Briem, enda sjálfstæðið dýrmætt.
Annars samkvæmt nýjustu fréttum heldur ríkisstjórnin velli, hvernig sem úrslitin verða á morgun.
Ingólfur Sigurðsson, 24.9.2021 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.