Ekki er ólíklegt að ESB flokkarnir fái góða kosningu

Ég skipti býsna oft um skoðun hvað ég vil kjósa. Flokkarnir eru nefnilega næstum allir eins í grunninn. Þess vegna var ég ánægður að fatta að hægt er að kjósa margsinnis í Smáralind í utankjörstaðaklefanum.

 

Fyrst kaus ég Frelsisflokkinn. Samt ákvað ég að ef hann byði ekki fram að þessu sinni yrði ég að kjósa aftur. Það gerði ég. Síðan er liðin um það bil vika. Þá kaus ég aftur í Smáralindinni Lýðræðislega frelsisflokkinn, en ákvað með sjálfum mér að það atkvæði skyldi ekki standa óhaggað nema hann væri kominn með yfir 5% fylgi viku fyrir kjördag. Sem er ekki, þannig að nú er ég að ákveða hvað ég kýs í þriðja og sennilega síðasta skipti í þessum kosningum.

 

Sá tími er liðinn að ég lifi fyrir hugsjónir einar saman og vilji kasta atkvæði mínu á flokka sem ekki munu hafa áhrif. Það að kjósa er eins og að gefa sjálfum sér og öðrum yfirlýsingu um það hvernig maður vilji reyna að breyta stjórnmálaskoðunum sínum næstu fjögur árin, því atkvæðið gildir í fjögur ár, til næstu kosninga.

 

Eitt atkvæði dugar ekki til að koma flokki á þing, sama hversu mikið maður er sammála stefnu hans. Einungis þegar maður finnur að maður tilheyrir fjöldahreyfingu vill maður kjósa þann flokk. Maður breytir ekki heiminum með einu atkvæði, það er frekar eins og að segja við sjálfan sig að einhver flokkur eigi skilið stuðning manns að kjósa hann.

 

Það er gott að fjallað var um það í Silfrinu í dag að jafnvel Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu orðnir svo líkir að kjósendur þeirra blandist saman. Þá finn ég að margir eru eins og ég, allir flokkarnir í framboði koma til greina, enda svipaðir kostir allir.

 

Hugsjónalega er freistandi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst hann bara vera sökkvandi skip. Þetta væri öðruvísi ef hinir hægriflokkarnir væru á blússandi uppleið, Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Lýðræðislegi frelsisflokkurinn og Viðreisn.

 

Nei, það er vinstrisveifla í gangi núna. Hvað finnst mér spennandi við að kjósa Samfylkinguna eða Pírata?

 

Píratar finnst mér ferskir. Ég held að hægriáherzlur gætu birzt þar aftur, í þeim flokki, með nýju fólki.

 

Samfylkingin er flokkur þeirra listamanna sem gaf mér tækifæri til að spila á tónleikum margsinnis. Ég er þakklátur fyrir það í eðli mínu. Samfylkingin er menningarflokkur og ég elska menninguna. Við erum hvort sem er komin með annan fótinn í ESB þar sem við erum í Schengen og EES, þannig að af hverju ekki að láta á það reyna?

Það eru vissulega ýmis mál hjá vinstriflokkunum sem ég er andvígur, en ég hef alltaf reynt að þroska sjálfan mig með því að reyna að skipta um skoðun, ef mér finnst skoðanir mínar frekar byggjast á tilfinningum en rökvísi og ef þær skoðanir eru ekki vinsælar nema af fámennum hópi. Það er auðvitað erfitt, en sumir vilja frekar reyna að breyta sér en að halda alltaf í sömu skoðanirnar. Auðvitað er erfitt að skipta um skoðun, en hafi maður áhuga er eina leiðin að reyna að breyta sér.

 

Sannleikurinn skiptir hvorki máli né hvernig hann er settur fram.

 

Ég er ánægður með að þótt ég hafi kosið marga flokka hef ég aldrei kosið Miðflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Báðir eru gamaldags og úreltir.

 

Í nútímanum virðist það kostur að vera skammsýnn eiginhagsmunaseggur, að hugsa um eigin hag fyrst og fremst og elta tízkuna. Þá er bara að losa sig við úreltar hugmyndir um hvað dyggðir eru.

 

Ég er ánægður með að ég kaus Vinstri græna síðast og Samfylkinguna 2009.

 

Af hverju ekki að ganga í Evrópusambandið og lúta sterku valdi? Við erum smáþjóð og þurfum sterkt vald til að verja okkur. Hér er hvorki vit né samstilling til að viðhalda sjálfstæðinu. Rétt er það hjá jafnaðarmönnum að Skandinavía er eitt mesta friðarsvæði heimsins, fyrir utan Svíþjóð. Þýzkaland er að mörgu leyti síður hrjáð af vandamálum en stórveldi á borð við Bandaríkin.

 

Ég hef enga trú á því að Evrópusambandið fari að deila við Bandaríkin, þrátt fyrir hnökra á milli Frakklands og Ameríku núna.

 

Á maður ekki að trúa að Evrópusambandið sökkvi aldrei, þótt Titanic hafi gert það?

 

Það er ekki traustvekjandi að fylgjast með íslenzkri pólitík eða RÚV. Þá er þó skárra að lúta Angelu Merkel og hennar arftökum.

 

Þræll sem þekkir sinn húsbónda er að mörgu leyti hamingjusamari en sá þræll sem blekkir sig og telur sig frjálsan þótt svo sé alls ekki.

 

Það er því freistandi að kjósa Samfylkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 92
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 126528

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband