Hversu oft er okkur sagt að við fáum engu ráðið um breytingar eða byltingar sem koma að utan og hversu mikið af því er kjaftæði? Nú eru margir á fullum launum við það að mæra fjórðu iðnbyltinguna og þjarkavæðinguna, en það er full ástæða til að gjalda varhug við þeim breytingum.
Bankarnir, þessi ofsagróðafyrirtæki hafa fækkað útibúum og sjálfvirknivætt sem mest í þeim fáu útibúum sem eftir eru.
Eitt sinn var sagt að vinnan göfgaði manninn. Það hlýtur að eiga við ennþá.
Í hvað á fólk að eyða tímanum? Tala í snjallsíma? Fara á námskeið til að læra það sem áður kom af sjálfu sér? Skapa sér líf í tölvuleikjum og sýndarveruleikum, ef samskipti í kjötheimum rýrna og visna svo slíkt gleymist og týnist niður?
Þegar fólk missir færni sína í mannlegum samskiptum vegna fjórðu iðbyltingarinnar eru hinar svonefndu framfarir dýru verði keyptar. Hvaða framtíð er verið að bjóða upprennandi kynslóðum uppá?
Sannleikurinn er sá að elítan, eina prósentið sem á heiminn, kemur af stað kreppunum, sem stóð fyrir "Ráninu mikla", sem Inga Sæland kallar hrunið 2008, og stendur sennilega líka á bak við fjórðu iðnbyltinguna og þjarkavæðinguna.
Hrokinn fyllir ofdekurskynslóðirnar. Hjá stelpunum brýzt það út í einangrunarstefnu og vanttrausti í garð karla og stráka og fleiri kærum vegna metoomála en hjá strákum brýzt það út sem ofbeldishegðun eins og ýmsar fréttir vikunnar fjalla um.
Það sem við þurfum er gott, gamaldags uppeldi og virðingu, auðmýkt þó ekki sízt.
Það er sagt að þetta eigi að minnka mengun, en hún hefur aukizt þegar á heildina er litið frá þeim árum sem vinstriflokkarnir og jafnaðarflokkarnir á heimsvísu byrjuðu áróður sinn gegn útblæstri og mengun. Hvernig er þá hægt að trúa þeim flokkum og pólitíkusum?
Yfirklór, sýndarmennska vinstriflokkanna, jafnaðarflokkanna, blekkingaleikur.
Óskar Jörgen segir gagnrýnina á villigötum - hvað annað?
Við skulum ekki gleyma því að fyrir hrunið 2008 komu ráðgjafar og hámenntaðir fjármálasnillingar fram í röðum og sögðu þetta ekkert til að hafa áhyggjur af.
Hvað er að marka hámenntað fólk og fullyrðingar ef peningalegir hagsmunir eru í húfi að halda einhverju fram?
Til að ljúka pistlinum vil ég koma með uppbyggjandi ráð.
Betra er að gefa öryrkjum, ellilífeyrisþegum og sem flestum möguleika á að komast í vinnu en að búa til síldir í tunnu og ferkantað þjóðfélag.
Betra er að hlúa að mennsku og stuðla að henni en sjálfvirknivæðingu.
Ekki kemur á óvart að Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar skuli leiða fjórðu iðnbyltinguna og þjarkavæðinguna. Vinstriflokkarnir og jafnaðarflokkarnir eru allir í því að leggja erlend sniðmát yfir íslenzkan veruleika í stað þess að þjóna hagsmunum sem eru fyrir hendi hér og nú.
Gaman væri að vita hvað Vigdís Hauksdóttir, eini borgarfulltrúinn sem notar heilbrigða skynsemi, hefur um þetta að segja og þann kostnað sem þetta hefur í för með sér.
Fram kemur í fréttinni að kostnaðurinn hleypur Á MILLJÖRÐUM, hvorki meira né minna!!!
Hvað segja nú andstæðingar Dags B. Eggertssonar?
Er ég nokkuð viss um það að þetta er hægt að gagnrýna.
Sparar borginni milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 12
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 132140
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 370
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.