17.9.2021 | 03:48
Sannfæring forsætisráðherra og Halldóru í Pírötum
VG virðist hin nýja breiðfylking vinstrimanna og jafnaðarmanna. Hinn nýi Framsóknarflokkur, opinn bæði til hægri og vinstri, Vinstri grænir, að margra mati. Ekki fannst mér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma sannfærandi út úr "Forystusætinu" á RÚV í vikunni. Það er eins og allur sannfæringarkraftur sé úr henni farinn. Hún minnti á kapítalista sem er nýbúinn að sjá ljósið, en sem þylur gamla kommafrasa eins og rispuð plata, sem nauðsynlegir eru til að vekja tiltrú og trekkja að kjósendur, en sannfæring er varla fyrir lengur.
Halldóra Mogensen virkaði hins vegar sannfærandi og finnst mér hún vera vaxandi stjórnmálamaður. Auðvitað var hún með sína skrýtnu Píratapólitík sem virkar ekki sannfærandi nema á 10% þjóðarinnar eða svo, en hún virtist hafa lifandi áhuga á því sem hún var að tala um, öfugt við Katrínu forsætisráðherra, sem virðist býsna þreytt og ósannfærandi.
Ég hef mjög gaman af bloggaranum Jóhannesi Ragnarssyni, hann hefur góð tök á húmornum en einnig með því að gagnrýna VG með sannfærandi hætti. Hann hefur haldið því fram að VG ætti að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.
Það er líf og fjör í vinstriarmi stjórnmálanna. Þar hreyfist fylgið til og frá, og safnast jafnvel eitthvað frá hægriflokkunum.
Guðlaugur Þór Þórðarsson frá Sjálfstæðisflokki atti kappi við Gunnar Smára sósíalista á Hringbraut hjá Páli Magnússyni, og fannst mér það í fyrsta skipti sem hinn flugmælski og orðhvati maður Gunnar Smári varð kjaftstopp og þögull í kappræðum, og má Guðlaugur Þór teljast góður ræðumaður fyrir vikið. Eða eins og hann sagði, þetta taldi hann eins og að rifja upp ræðukeppnir frá skólaárunum.
En hvernig er hægt að trúa Pírötum þegar þeir segjast ekki vera vinstrimenn? Er það ekki bara enn eitt trixið hjá jafnaðarmönnum og vinstrimönnum að segja hugtökin hægri og vinstri úrelt og vilja ekki kannast við að vera kommúnisti eða jafnaðarmaður?
Alla vega, hvað sem öðru líður má búast við góðum kosningum fyrir vinstrimenn. Hins vegar er annað merkilegt. Miðað við að Framsókn fær oft meira í kosningum en skoðanakönnunum gætu þeir unnið stórsigur og fengið allt að 20% atkvæða. Þá myndi Sigurður Ingi verða hylltur sem nýjasta Framsóknarhetjan, eins og Sigmundur Davíð vann slíkan sigur fyrr á þessari öld.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 181
- Sl. sólarhring: 199
- Sl. viku: 750
- Frá upphafi: 127186
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 561
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.