16.9.2021 | 16:27
Er nema von að Frakkar mótmæli?
Greinilegt er að orðið mannréttindi þýðir ekki alls staðar það sama. Þúsundum heilbrigðisstarfsmanna sagt upp í Frakklandi sem ekki hafa að minnsta kosti þegið einn bóluefnaskammt. Á sama tíma eru gríðarleg mótmæli útaf bólusetningum í Frakklandi og víðar, en mótmælin gegn þessum þvingunaraðgerum þarlendra stjórnvalda eru ekki síður hávær og mikil.
Það er enn ekki búið að sýna fram á að þessi bóluefni virki í öllum tilfellum svo þetta er meira en lítið skrýtið. Tekur Macron Frakklandsforseti við skipunum frá lyfjarisunum, eða hefur hann þessa ofurtrú á bóluefnum sem hafa ekki sýnt fulla virkni ennþá?
Þessar ofbeldisaðgerðir æðstu stjórnenda ýta undir grun um misferli og undirróðursstarfsemi hagsmunaaðila, þær minnka ekki bilið á milli andstæðinga bólusetninga og hinna sem reyna að vera eins og fjöldinn.
Mannréttindaspekingar í RÚV og víða ættu að taka það með í sína umræðu að ógnir gegn lýðræði og mannréttindum koma einnig frá Evrópusambandinu og háttsettum aðilum innan lyfjageirans, og allskonar alþjóðastofnana, ekki aðeins frá skilgreindum einræðisríkjum eins og Norður Kóreu, eða Kína, sem fer á milli skilgreininga, en er umdeilt, og Rússland, sem er gagnrýnt af sumum en ekki öllum.
Óbólusettum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 461
- Frá upphafi: 132129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 360
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.