15.9.2021 | 00:38
Kosningabarátta Miðflokksins og þeirra hremmingar
Miðflokkurinn byggðist upprunalega á gríðarlegum persónutöfrum Sigmundar Davíðs. Í seinni tíð hefur verið reynt að fjölga stoðunum undir flokknum, og meðal annars með nýjum andlitum.
Það er alltaf mjög mikið hættuspil að leggja áherzlu á ný andlit þegar einn formaður hefur verið mest áberandi. Þau reyna að breyta flokknum stuttu fyrir kosningar en hafa verið hálfsofandi allt kjörtímabilið, og ekki stundað mjög áberandi stjórnarandstöðu, fyrir utan málþófið gegn 3. orkupakkanum sem vel átti rétt á sér og ýmislegt annað.
Það eru fáein atriði sem ég tel hafa verið að valda fylgistapi hjá Miðflokknum.
1) Það að Sigmundur varð frægur fyrir að snæða hrátt hakk.
2) Það að Miðflokkurinn hefur verið lítið í sviðsljósinu síðasta árið.
3) Umdeildar breytingar á listum sem auka ekki fylgi í markhópnum og laða ekki endilega að nýja kjósendur, Þorsteinn Sæmundsson og fleiri rótgrónir Miðflokksmenn eiga sína fylgjendur og þeim líkaði ekki þessar breytingar.
4) Metoomálin hafa rifjað upp Klaustursmálið og Miðflokkurinn fer í skammarkrókinn í hugum margra sem "Miðfótsflokkurinn" eins og Jóhannes Ragnarsson orðaði þetta.
5) Sigmundur er fallinn úr landsföðurstöðunni sem hann var í sem forsætisráðherra og því færri sem trúa því að þeir græði á að kjósa hann, eða að hann standi við loforðin.
6) Ekki mikill munur á Miðflokki, Flokki fólksins og Lýðræðislega frelsisflokknum. Þegar Sigmundur hefur híft upp fylgið fyrir kosningar áður hefur það verið vegna áberandi sérstöðu fram yfir aðra flokka sem er minna áberandi núna.
Veganismi er svo miklu meira en bara veganismi eða lífsstíll sem ekki tengist öðru. Veganismi er nátengdur femínisma, umhverfisvernd, vinstristefnu og öllu því dæmi, sem Miðflokkurinn stendur einna lengst frá.
Þegar Sigmundur sést gæða sér á íslenzku hakki úti í náttúrunni espar það marga sem telja hann einhverja þjóðrembu fyrir vikið. Góður ímyndarfræðingur hefði sennilega sagt honum að óþarfi væri að leggja áherzlu á þessa ímynd.
Veganismi, umhverfisvernd, femínismi, jafnrétti, mannréttindabarátta, þetta nær ekki bara til lítils hóps. Jafnvel þeir sem ekki eru grænkerar taka undir að slíkur lífsstíll sé betri fyrir náttúruna og heilsuna.
Fjóla Hrund sem felldi Þorstein Sæmundsson er að vinna sér inn álit og fylgi, og tekst það sennilega nokkuð vel, en vandinn er sá að kjósendur eru nokkurn tíma að kynnast henni, en sennilega trekkir hún inn nokkra nýja kjósendur.
Eitthvað af því fylgi sem farið hefur frá Miðflokknum ætti að hafna hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum, þeir róa á sömu mið.
Hið mikla fylgistap Miðflokksins kom eftir breytingar á listunum hjá þeim og er hægt að rekja beint þangað. Flokkurinn var kominn með rótgróið fylgi sem fór frá honum að miklu leyti. Nú er nýtt fylgi að byggjast upp aftur, ekki endilega nákvæmlega sama fólkið.
Þegar allt þetta er tekið saman kemur í ljós sú dapurlega staðreynd að alltof margt fólk sveiflast eftir tíðarandanum, og veganisminn er hluti af því.
Augljóst er að vinstriöflin eru í stórsókn þessa dagana.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 49
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 132124
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 444
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Jafnvel þeir sem ekki eru grænkerar taka undir að slíkur lífsstíll sé betri fyrir náttúruna og heilsuna."
Þetta eru öfugmæli hjá þér, þessi lífsstíll skaðar bæði heilsu og náttúru.
Haukur Árnason, 15.9.2021 kl. 11:12
Það er gott að ekki séu allir sammála. Geturðu rökstutt þetta frekar? Betra fyrir umhverfið, þá á ég við að skógar eru ruddir í Brazilíu til að rækta nautagripi, betra fyrir heilsuna, þar er ég að vitna í konur sem fjalla um heilsuna í Fréttablaðinu, sem kannski hafa rétt fyrir sér og kannski ekki. Hallast samt að því að það geti verið eitthvað til í því.
Ingólfur Sigurðsson, 15.9.2021 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.