"Heimilin losa meira en árið 2016" er yfirskrift fréttarinnar. Þar með er sjálfhól Vinstri grænna í umhverfismálum loftið eitt. "22% meiri losun vegna aksturs heimilisbifreiða, hæsta gildi frá 2016" segir einnig í fréttinni.
Einnig er þessi frétt alger áfellisdómur yfir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík. Hann sem stýrir fjölmennasta sveitarfélaginu og hefur sett umhverfisáherzlurnar á oddinn hefur ekki haft meiri áhrif en þetta. Merkilegt. Það hvernig hann og Reykjavíkurlistinn hafa reynt að útrýma einkabílnum hefur heldur ekki skilað heildarminnkun á losun.
Loforðaflaumurinn nú fyrir kosningar og eilífa masið um umhverfismál er því sýndarmennska, yfirborðsmennska. Raunveruleg mál eru ekki reifuð, en öllu lofað, flest svikið eins og venjulega eftir kosningar.
Það sem mig hefur grunað lengi kemur hér fram. Til að ná árangri í loftslagsmálum þarf miklu, miklu, miklu róttækari og grunntækari aðgerðir. Það þarf að hugsa þetta allt uppá nýtt, byrja frá grunni.
Heimilin losa meira en árið 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 49
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 708
- Frá upphafi: 127251
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 535
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.