13.9.2021 | 14:22
Sænsk stjórnmál og RÚV
Er RÚV aðdáendaklúbbur Stefan Löfven og annarra sænskra jafnaðarmanna eins og mig minnir að Gústaf Skúlason hafi réttilega bent á?
Björn Zoega í drottningarviðtali á RÚV, sem einhver mikilsháttar maður. Hér vaknar upp spurningin hvort Karolinska sjúkrahúsinu hafi verið ætlað að græða peninga eða bjarga mannslífum. Í viðleitni Boga Ágústssonar á RÚV til að hrinda gagnrýni á sænska og skandinaviska jafnaðarmenn finnst honum í lagi að hunza þá gagnrýni sem sænsk sóttvarnaryfirvöld hafa fengið fyrir að bregðast þjóðinni og valda gríðarlegum dauðsföllum í Covid-19 farsóttinni og jafnvel hafi sparnaðurinn einnig valdið öðrum vanda.
Á sama hátt leyfist Gísla Marteini að halda úti einhliða stjórnmálaáróðri til vinstri í RÚV í þætti sínum, en Gísli Marteinn kemur út sem hinn harðasti krati þótt einhverntímann hafi hann verið í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
"Eftirlit með hlutleysi RÚV", er það alveg gufað upp?
Vitna ég hér í frétt sem Útvarp Saga hefur birt, jafnvel Moderatar krefjast úrbóta og benda á að 169 voru drepnir síðan 2018, og að ástandið er ólíðandi í Svíþjóð og fer versnandi.
Gísli Marteinn virðist einn af mörgum sem vilja að Ísland fari í sömu átt og Svíþjóð.
RÚV var ekki stofnað til að vera með einhliða stjórnmálaáróður fyrir kratísk öfl í landinu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 550
- Frá upphafi: 132122
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.