Þessi frétt í DV er mjög áhugaverð, sem heitir "Kærastinn minn er eigandi minn".

Kynjafræðingar og femínistar (eða fólk sem fordæmir feðraveldið) ætti að hugsa sig tvisvar um eftir að hafa lesið þessa frétt í DV. Hún sýnir að nútíminn með öllum sínum fjölmörgu kynjum og fjölbreytileika er ekki endilega að útrýma ofbeldi úr samböndum. Fréttin lýsir konu sem segir sig vera kynsegin og hán, en er engu að síður háð ofbeldisfullum sambýlismanni sem er gagnkynhneigður maður og sem er hrottafenginn.

 

Málið er ekki einfalt, að feðraveldið feli í sér ofbeldi og mæðraveldið ekki. Þessi frétt varpar ljósi á margbreytileika tilverunnar, og losar fólk út úr staðalímyndum sem kynjafræðingar og femínistar setja fram og búa til, innræta fólki, því miður, um að gamli tíminn hafi verið vondur en ekki nýi tíminn, að hefðir séu slæmar en ekki nýjungar. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist eða svarthvítt í þessum efnum, að konur losni útúr ofbeldi og ofbeldissamböndum með femínismanum og umburðarlyndi í garð nýjunga eins og fjölbreytilegrar flokkunar í kynferðismálum og umbera nýjungar. Þessi frétt sýnir og sannar að nútímaskilgreiningar á manneskjunni og kynhneigð hennar eru allt eins líklegar til að gera konur háðar ofbeldi og ofbeldismönnum.

 

Heldur er ekki rétt að fólk af gömlu kynslóðinni eða með karlrembuskoðanir sé verra sambýlisfólk í samböndum. Þetta býr í mannseðlinu, bæði grimmdin, undirgefnin, ofbeldið, eins og kærleikur, ást, vinskapur og margt annað.

 

Lana, sem fréttin fjallar um, segist vilja ofbeldið sjálf, og að hún kjósi að vera honum eftirlát og undirgefin, láta hann ákveða daginn fyrir sig og allar þær athafnir sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún kippir sér ekki upp við ofbeldið sem hún er beitt og segist kjósa það.

 

Lana segir:"Það er ég sem vil gera þetta og þetta er mjög merkingarbært fyrir mig".

 

Hann ræður í hvaða föt hún fer, hvað hún borðar í morgunmat, og gerir yfir daginn.

 

Ef þessi þrýstingur frá femínistum væri ekki til staðar myndu unglingar ekki vera svona ráðvilltir með líf sitt margir hverjir. Sköpunin fylgir ákveðnum reglum og leiðbeiningum, en menning og tízka öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þjóðin er Lana ... og yfirvarpar því á bíomyndina sem heitir fjölmiðlar.

Guðjón E. Hreinberg, 9.9.2021 kl. 04:31

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Lana er medúsuð eins og við flest. Hún er dæmi um sama viðbragð, heimskulegt, ómeðvitað.

Ingólfur Sigurðsson, 9.9.2021 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 528
  • Frá upphafi: 132100

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband