Valdataka einræðisherra og vondra stjórnvalda er oftast undir yfirskini mannréttinda, mannúðar eða einhvers sem er í tízku hverju sinni

Réttlætið fyrir hverja og með hvaða aðferðum? Greinin "Brotaþoli verður brotlegur" eftir Tómas Ibsen Halldórsson tekur vel á þessu. Þetta snýst einmitt um fyrirgefningu, hvort hún sé ekki hyggileg í þessum tilfellum.

 

Allir þessir peningar sem fást fyrir þessar lögsóknir og svo þetta félagslega vald, er það manninum til góðs eða konunni eða mannkyninu í heild eða þjóðinni íslenzku? Það má rekja femínismann aftur til syndafallsins, þegar Höggormurinn taldi Evu trú um að hún gæti fengið vald Guðs, að hún þyrfti ekki að hlýða feðraveldinu en gæti drottnað, jafnvel meira en Guð yfir sköpunarverkinu. Það má lesa útúr þeirri sögu.

 

Til að fyrirgefa og iðrast þurfum við að vera auðmjúk og viðurkenna að æðri máttarvöld eru til en við sjálf. Þá þarf einnig að viðurkenna að félagsleg völd, staða í þjóðfélaginu eða peningar, sérstaklega illa fengnir með fjárkúgunum eru ekki uppspretta hamingjunnar.

 

"Allir hafa syndgað" stendur í Rómverjabréfinu og það er rétt. Í því felst einmitt kjarni málsins, einn hópur syndara að ásaka aðra samkvæmt mannlegum lögum, mannlegum skilgreiningum um rangt og rétt.

 

"Laun syndarinnar er dauði".

 

Þetta má túlka víðar. Sú útrýming sem nú stendur yfir er þessi refsing fyrir syndina. Það er ekki aðeins aðskilnaður frá Guði, heldur að kjánalegar mannverur útrýma sér.

 

Jónas Gunnlaugsson er einnig með ágætan pistil þar sem hann vitnar í trúmál. Þar er djúp speki.

 

Hvernig er hægt að samræma orð Jesú:"Ég er kominn til að uppfylla lögmálið, ekki einn stafkrókur fellur úr gildi", og svo "Nýtt boðorð gef ég yður, þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig?"

 

Jónas skrifar ennfremur:

 

"Þú skalt ekki halda að þú getir framið óhæfuverk  í trausti þess að þú getir á eftir sagt, ég fyrirgef öllum allt, eins og að fá aflátsbréf".

 

Aflátsbréf eru nú aftur gefin út í formi þess að styðja öfgafemínista. Það er aflátsbréf Satans.

 

"Þá skoðum við, sá sem fyrirgefur öllum allt, verður fyrirgefið allt".

Hatur eða reiði getur verið réttlætanleg tilfinning til að ná fram réttlæti, en stundum er ekki um reiði að ræða heldur valdabaráttu kynjanna eða annarskonar valdabaráttu. Peningagræðgi, valdafíkn, þetta eru einhver viðbjóðslegustu og djöfullegustu fyrirbæri alheimsins, og hluti af dauðasyndunum sjö.

 

Það er ekki hægt að sætta sig við það að brotið sé niður það sem virkar vel, eins og feðraveldið, fyrir eins djöfullega kennd og valdafýsn, löngun í hærri félagslegri stöðu, eins og mér virðist femínisminn ganga útá, því miður.

 

Hver er náunginn? Náunginn er sá sem næst manni stendur. Þannig er orðið upp byggt og það er upphafleg merking orðsins. Nálægur náungi, samfelling þessara tveggja orða er náungi. Náunginn er ekki endilega hver sem er, einhver sem maður þekkir ekki í öðru landi.

Orð Jesú um að elska náungann eins og sjálfan sig geta alveg eins þýtt að maður eigi að elska meira það fólk sem er manni dýrmætt, maka, börn, fjölskyldu vini, en leita réttlætis engu að síður, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn eins og lögmálið býður, ef hvort tveggja er í gildi.

 

Það er búið að forrita ungar konur til að eyða sjálfum sér og sinni menningu. Þær eru sjálfar fórnarlömb valdhafa sem skipuleggja fjarri. Femínistar eru fórnarlömb en ættu að elska þjóð sína og einstaklinga hennar sem hafa reynzt þeim vel í öllum tilfellum, en samskipti eru yfirleitt aldrei slétt og felld, ekki til lengdar.

 

Hversu mikil alvara er á bak við þetta hjá Öfgum og Bleika fílnum? Oft er hægt að fá óþroskaða einstaklinga til að fremja hræðilega verknaði, þannig hafa mörg verstu hryðjuverk sögunnar verið framin, saklausir og óþroskaðir einstaklingar, bernskir voru verkfærin, en aðrir skipulögðu og töldu þeim trú um hvað væri rangt og hvað rétt.

 

Takið eftir andlitum kvennanna á myndinni. Flestar eru þær glottandi, ein er reiðileg og ein lítur áhugalaus í allt aðra átt eins og þetta sé allt grín. Þetta minnir á mótmæli gegn brottvísun flóttamanna, enda segja þeir sem þekkja til að þetta sé sama fólkið sem stendur í svona mótmælum, með sömu sannfæringuna, oft yzt á vinstrikanti stjórnmálanna.

 

Vel má telja líklegt að þær hafi ekki vænzt að fá brautargengi og árangur, að hræðslupúkarnir myndu láta undan þeim. Atvinnumótmælendur berjast áfram þótt árangur sé enginn. Það er búið að þjálfa þessar konur og fleiri vinstrisinna til að berjast gegn landi og þjóð, samvizkan er engin, en leikgleðin mikil, eins og títt er um ungt fólk sem hefur ekki fengið fullan siðferðisþroska ennþá.

 

Öll þessi framganga hefur sett spurningamerki við hverjir séu gerendur og hverjir  þolendur í þessum endurteknu stjórnmálauppþotum, sem eru til þess ætluð að breyta valdahlutföllum fyrst og fremst, og frasar og klisjur notaðar sem baráttutæki, án þess að mikil sannfæring sé á bakvið.

 

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir mismælti sig í einu sjónvarpsviðtali og sagði að þetta "hefði gengið vonum framar", en leiðrétti sig svo og kom með hlutlausara orðalag.

 

Sá sem viðurkennir opinberlega að árás hafi gengið "vonum framar" upplýsir ýmislegt um að stríðsáætlun miskunnarlaus sé í gangi frekar en eitthvað mannúðlegt. Var það þá vonin að fella KSÍ og valda ómældum skaða fyrir eitthvað sem var pólitísk aðgerð frekar en réttlætismál?


mbl.is „Landsliðsþjálfari smætti reynslu þolenda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 181
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 127186

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 561
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband