Kveðja til Stormskers á 58 ára afmælinu (Í dag, 6. september 2021).

Fjölgar dögum, ung er önd

eins og kýrskýrt barnið,

oftar mætti opna sig

okkar Stormskersskarnið,

bíðum eftir bókum fleiri,

bara ef plötur kæmu í röðum,

Stormsker lýsir mannlífshauginn upp nú enn,

ættu að vakna menn!

 

Stormskersguðspjöll stilltu mig

strax á hægrileiðir

vizkutextar, vísdómsorð,

vargstönn myrkri eyðir.

Vond er öldin, vinur góði

víst sem fyrri myrkuraldir.

Svör þín gætu æst upp kvenkynsöfga á ný,

alldrjúg nauð á því.

 

Þegar landans miðjumoð

marga var að pína,

skýr var túlkun skurðgoðs þess

skilning náði að sýna.

Fjöldans hneykslun fyndin aðeins

fannst mér, Stormsker sýndi veilur!

Enn er sama yfirborðsins hræsni rík,

en auðmjúk sannleiks flík.

 

Snilligáfa er ekki allt,

andann þarf að temja.

Strit það kostar, störfin mörg,

stífni þarf að lemja.

Agaleysi er allra vandi,

einnig margra er víst skal lofa.

Láttu aftur ljós þitt skína þjóðarrós!

Lof þér ber og hrós!

 

Líta vil á ljósa hlið:

lýsa heim upp slíkir,

sem hafa kjark og hugrekki,

er haugsins spilling ríkir.

Bók þótt kæmi ein ár ári

eftir Stormsker, meira þyrfti!

Til að hreinsa og bæta lýð og land sem fyrr,

lokast annars dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður! var að skoða seinustu blogfærslu hanns,en þar var ekki hægt að koma fyrir hamingjuóskum með afmæli Sverris.. En færslan fjallar um illa gerða brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni sem höfundur hefur ekki axlað ábyrgð á frekar en sú sem flettir Ólafsstyttu klæðum.---Jæja ég skála þá fyrir manni mínum sem hefði orðið 88 ára í dag. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2021 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 132124

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband