Heimurinn þarfnast léttmetis eins og ABBA, vandað, þægilegt popp

Það gerðist sem flestir töldu ómögulegt, ABBA kom saman að nýju. ABBA er mikið léttmeti eins og þá, en ef 10CC kæmu fjórir saman og gerðu nýja plötu yrðu það kannski meiri tíðindi eða ef Led Zeppelin kæmu saman og gerðu nýja plötu.

 

Þegar allir 4 snillingarnir voru saman í 10CC, ekki bara tveir þeirra, eins og varð eftir 1976, þá var þetta meiriháttar hljómsveit sem blandaði saman gríni og alvöru, eins og Sverrir Stormsker hefur gert á Íslandi, en þessir fjórir snillingar voru líka löðrandi í hæfileikum eins og Sverri Stormsker er.

 

10CC strákarnir bjuggu til meiriháttar fjölbreytta tónlist sem einnig hafði innihald og boðskap.

 

Led Zeppelin verður að teljast ein bezta hljómsveit allra tíma. Allir fjórir að springa úr hæfileikum, og svo þegar trymbillinn lézt var hljómsveitin leyst upp, því miður.

 

Led Zeppelin kenndu heiminum hvernig hægt er að blanda saman heiðinni trú, dulspeki, blús, þungarokki, frábærum söng og flutningi, og gera alveg nýja tegund af tónlist, en þeir voru með þeim fyrstu sem sköpuðu þungarokkið, og gerðu það á sinn persónulega hátt eins og nokkrar aðrar hljómsveitir á sama tíma.

 

Það er sorglegt þegar ekki finnst flötur á samstarfi. Fleiri en Bítlarnir lentu í því.


mbl.is ABBA á topplista í fyrsta skipti í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 930
  • Frá upphafi: 144188

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 677
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband