Það gleður mig að mér finnst Áslaug Arna hafa farið gætilegar með íslenzkuna nú eftir að hún varð ráðherra, en hún átti það til að fara rangt með orðtök þegar hún byrjaði í pólitík. Það sem ég hef í henni heyrt í ráðherratíð hennar hefur verið rétt og vandað mál, eins og það á að vera. Nú verð ég að setja út á málfar, Diljá Mistar, ef rétt er með það farið í DV, Silfrið hef ég ekki haft tíma til að líta á enn.
Þegar Diljá Mist Einarsdóttir segir um Gunnar Smára að "sannleikurinn hafi aldrei vafizt fyrir þér" er hún alveg óvart að hrósa honum og segja að sannleikurinn sé ekkert vandamál fyrir hann. Orðatiltækið eins og ég lærði það er "Sannleikurinn hefur aldrei þvælzt fyrir þér", "sannleikurinn hefur aldrei verið að trufla þig" (samvizku þína), eða "sannleikurinn skiptir þig engu máli".
"Þetta er nú eitthvað að vefjast fyrir mér", segir maður ef maður er í vafa, ekki viss um eitthvað. Þarna hefur hún ruglað saman orðatiltækjum.
Sé eitthvað að þvælast fyrir manni sem maður vill ekki sjá og þykist ekki sjá en er þarna samt, þá er um að ræða afneitun á veruleikanum, sem hún er að ýja að að Gunnar Smári sé haldinn, og gæti vel passað við vinstrimann.
"Sannleikurinn hefur aldrei þvælzt fyrir henni/honum" finnst mér eðlileg lýsing á staðreyndaafneitara, ekki "sannleikurinn hefur aldrei vafizt fyrir henni/honum", það er yfirleitt notað um þann sem er klár í staðreyndum, er með sannleikann á hreinu.
Ég held að hún hafi ekki ætlað að hrósa Gunnari Smára fyrir að fara rétt með staðreyndir, en þannig kom þetta út "sannleikurinn hefur aldrei vafizt mikið fyrir þér".
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 12
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 132140
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 370
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.