5.9.2021 | 01:14
Hef í hyggju að kjósa Pírata, atkvæðið til Frelsisflokksins fellur sennilega gagnslaust.
Nevsislögmálið er eitt af því sem hvetur mig til að kjósa flokka sem ég vil ekki kjósa. Á hnöttum þar sem djöflar hafa komið því þannig fyrir að frjáls vilji er ekki lengur til og allt er öfugt, er oft betra að velja þvert á egó sitt og áhuga. Ég sá allt stefna í að Frelsisflokkurinn byði ekki fram að þessu sinni, komið höfðu þannig yfirlýsingar frá þeim. Engu að síður langaði mig lengi að kjósa flokkinn og gerði það því til bráðabirgða.
Ég mun væntanlega kjósa Pírata, Sósíalista eða Samfylkingu, flokka sem ég vil sízt kjósa, því ég stend við þetta að í víti á maður að kjósa þvert á vilja sinn. Þar (eins og á okkar jörð) er ekkert frjálst val og hentugast að keyra vitleysuna sem fyrst í kaf með því að styðja hana.
Fyrir þessu eru ýmis rök. Ein rökin snúast um að samlagast umhverfinu.
Fæstir skilja dulfræðina á bak við þetta og því lítil ástæða til að reyna að útskýra það rökfræðilega.
"Ef þú sigrar ekki andstæðingana skaltu sameinast þeim", er erlent orðatiltæki sem útskýrir hluta af þessum rökum.
Spámannlega menntaðir menn vita að okkar menningu verður ekki bjargað hvað sem gert er eða sagt. Það þýðir ekkert að væla yfir því. Hinir vitfirrtu geta samt sumir fengið vit á síðustu stundu, sérstaklega ef maður sýnir þeim ást og stuðning og kýs þá. Um það snýst "nevsislögmálið" meðal annars.
Menningin er rústir einar og þó maður þrástagist á því eins og allir sem gera sér þetta ljóst er það líka til að rökstyðja það að undarlegt athæfi eins og að kjósa það sem maður vill ekki kjósa getur verið rétt í þeim kringumstæðum. Bið ég menn að íhuga þetta vel og vandlega. Menningin er í upplausn og henni verður ekki bjargað og hún verður ekki endurreist. Þess vegna eru digur og mikil rök fyrir því að kjósa það sem maður vill ekki kjósa. Kannski finna einhverjir útúr þessu, hvers vegna það er rétt.
Þegar ekkert gott er hægt að gera þá er oft betra að skilja hvað vakir fyrir hinum og vera samtaka. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist handan þess vatnsyfirborðs sem sýnilegt er auðveldlega.
Ég bind vonir til þess að upp úr rústum menningarinnar stígi eitthvað áhugavert, þótt rýrt verði, og að Píratar eigi einhvern þátt í því.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 24
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 484
- Frá upphafi: 132152
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.