Hugmyndaþroti vestrænna stjórnmála enn lýst í DV frétt

Í gær birtist frétt í DV sem vakti áhuga minn: "Lottóvinningshafi fannst látinn - vann fimm milljarða og sagði það hafa eyðilagt líf sitt".

 

Hugmyndin á bakvið lottóin - en þau bera ýmis nöfn - Euromillions er hér um að ræða - er sú að tilviljun geti valdið gæfu og að auðlegð fylgi gæfa, jafnvel tilviljanakenndri þénun auðs fylgi gæfa. Þessi frétt virðist sýna fram á annað.

 

Margaret Loughrey, vinningshafi 5 milljarða fyrir 8 árum er söguhetjan.

 

Hún fór eftir kristilegu siðgæði og sagði við sjálfa sig:"Það eina sem getur gert mig hamingjusama er þegar aðrir eru líka hamingjusamir". Hún ákvað að gefa öðrum af milljörðum þessum, fjárfesti í samfélaginu, keypti knæpur, myllu, fasteignir, hvaðeina.

 

Engu að síður virðist hún hafa fyllzt af hroka vegna peninga sinna. Árið 2015 var hún dæmd til að verja 150 klukkustundum í samfélagsþjónustu eftir að hafa ráðizt á leigubílstjóra. 2018 varð hún að borga milljónir til fyrrverandi  undirmanns fyrir einelti og ólögmæta uppsögn.

 

Skömmu fyrir dauða sinn á hún að hafa sagt að "lottóvinningurinn hafi sent hana til Helvítis og til baka, peningarnir hafa ekki fært mér neitt annað en eymd. Þeir hafa eyðilagt líf mitt. Ég hef átt við þetta í sex ár. Ég er ekki trúuð, en ef það er til Helvíti þá hef ég verið þar. Þetta er búið að vera það slæmt". Þetta sagði fyrrverandi bótaþegi og fyrrverandi atvinnuleysingi orðinn milljónamæringur af lottóvinningi sínum skömmu fyrir andlát sitt, fyrst þetta hefur verið sagt eftir 2018, á árunum 2019, 2020 eða 2021.

 

2019 sagðist hún aðeins eiga eftir tæplega milljarð eftir að hafa gefið mikið til annarra. "Ég vann tæplega fimm milljarða og á rétt um milljarð eftir, en ég gaf mikið af vinningnum til annarra. Ég mun aldrei finna frið á meðan ég lifi. Jafnvel þó ég ætti ekki krónu eftir." (Ef um er ræða brezka mynt eða evrur er það meira í íslenzkum krónum).

 

Margaret var á sextugsaldri og bjó ein, nú nýlega varð hún bráðkvödd og fréttin var sögð í tilefni af því.

 

Jason Barr, bæjarfulltrúi sagði þessi orð:

 

"Margaret var vel liðin. Þetta er sorgardagur. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu eins og við flest og vonandi fann hún nú loks frið".

 

Hvers vegna getur okkar samfélag ekki sinnt þeirri einföldu skyldu að hjálpa fólki að finna maka, eignast börn og verða hamingjusamt? Hvers vegna deyja og lifa svo margir einir? Það er spurning sem vaknar við lestur svona fréttar.

 

Okkar stjórnvöld hafa leitt okkur í þessa krísu. Til dæmis þær alþjóðareglur að hefta tjáningarfrelsi og hindra frelsi til að hafa hægriöfgaskoðanir svonefndar og stofna stjórnmálaflokka sem framfylgja þeim skoðunum.

 

Eftir stendur sú staðreynd að það er bara einn stjórnmálaflokkur eftir, einn risastór jafnaðarmannaflokkur, bæði á Íslandi og annarsstaðar. Margir hafa lýst þessu sama í mörgum bókum, og á vefsíðum, ég er ekki sá eini sem held þessu fram. Það er búið að útrýma öllum stjórnmálaflokkum nema jafnaðarmannaflokkum. Er ekkert athugavert við það? Ég hef orðað þetta þannig að jafnaðarfasisminn sé allsráðandi í nútímanum.

 

Flokkunum fjölgar vissulega, en þetta er allt deila um keisarans skegg. Sífellt eru menn að stofna flokka um meiri smáatriði til vinstri, en raunverulegir hægriflokkar fá ekkert fylgi, eins og Frelsisflokkurinn  til dæmis.

 

Í Sjálfstæðisflokknum finnst samt von, því hann byggir á þeirri grunnreglu að frelsið eigi að vera sem mest á öllum sviðum. Í Heimdalli, Félagi ungra sjálfstæðismanna, koma oft upp framúrstefnulegar hugmyndir.

 

Mun Sjálfstæðisflokkurinn auka frelsi landsmanna á komandi kjörtímabili? Jón Steinar Gunnlaugsson hefur í útvarpsþáttum á Útvarpi Sögu viðrað þær skoðanir að haturslög og skerðingar á tjáningarfrelsi eigi helzt að fullu að afnema. Munu stjórnmálamenn á Íslandi taka þetta mál uppá sína arma og jafnvel gera Íslands frjálsara en önnur lönd á ný, eftir mistökin 1995 og 2005 eða hvenær svo sem þessar svonefndu "úrbætur" á Stjórnarskránni fóru fram (mannréttindakafli uppfærður)?

 

Alla vega, það samfélag sem lýst er í fréttinni í DV er helvíti og það þekkja margir. Það er hreinlega upplifun margra í nútímanum, eins og fréttin lýsir. Það þýðir ekki að líta í sömu jafnaðarstefnuáttina. Margt hefur tapazt í fortíðinni, og það væri fávizka ef ráðamenn átta sig ekki á því, það fólk sem hefur raunveruleg völd, setur lögin í landinu og á að bera ábyrgð á að allt þróist á réttan veg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 127293

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband