Mikilvægi efans og rökhyggjunnar

Áður fyrr voru trúarbrögð og heimspeki nokkurnveginn sami hluturinn. Síðar fengu trúarbrögðin neikvætt orð á sig sem upphaf vonzku, kreddu og fáfræði. Þannig þarf þetta ekki endilega að vera. Trúarbrögð og vizka geta enn átt samleið, eða trúarbrögð og vísindi. Maður þarf ekki að vera Jesúfrík eða hafa bara áhuga á Biblíunni til að gera sér grein fyrir nokkrum atriðum sem bæði setja stjórnmálahugtök og trúmál í nýtt ljós.

 

1) Mannanna lög eru ekki Guðs lög, mannanna lög eru ekki heilög og ekki einu sinni rétt, réttmæt eða réttlætanleg. Satan getur allt eins staðið á bak við þau.

 

2) Alræðisöfl, annaðhvort á landsvísu eða heimsvísu, sem geta vísað í þjóðerniskennd, kynþáttahyggju eða hatur á kynþáttahyggju eða öðrum aðgreiningaratriðum, mannréttindi, kvenréttindi, mannúð, allsherjarreglu eða hvað eina sem menningin kallar heilagt hverju sinni, geta skilgreint glæpi, rangt og rétt alveg uppá nýtt, burt séð hvað er fólki fyrir beztu, þjóðum eða jörðinni, hvað varðar mengun eða velferð dýra, jurta, manna.

 

3) Maður á ekki að "fylgja heiminum" eins og sagt er í trúarbrögðunum. Maður á ekki endilega að trúa öllu sem maður lærir í trúarbrögðum heldur, en það er heldur ekki rétt að "fylgja heiminum", því heimurinn getur haft rangt fyrir sér og það sem er í tízku hverju sinni.

 

4) Sérhver tími skilgreinir anda fólks upp á nýtt og fordæmir fortíðina oft ranglega. Það sést ekki fyrr en í baksýnisspeglinum hvar allir fóru útaf.

 

5) Það sem er rétt og rangt í dag var það ekki endilega fyrr á öldum og er það ekki endilega fyrir Guði, eða guðum eða gyðjum, hvað sem við trúum á.

 

Ég er sammála ýmsu í videóum Guðjóns Hreinberg, sem ég hef einstaka sinnum horft á af athygli, en sumt er þar mér tæplega skiljanlegt ennþá. Þó er það víst að þegar eingyðistrú er útskýrð svona djúpspekilega hef ég miklu frekar áhuga á henni en þegar möntrur eru síendurteknar sem heilagur sannleikur.

 

Skoðanir og viðmið, þetta sem við göngum út frá sem heilagan sannleika, þetta eru samsett fyrirbæri af fólki, ég er sammála því hjá honum og það er frábært og nauðsynlegt að benda á þetta, til að fólk losni úr kreddum, ekki bara trúarkreddum, heldur pólitískum kreddum og allskonar kreddum.

 

Það er mjög trúlegt að félagsfræðingar og sálfræðingar fyrri tíma hafi hreinlega fundið upp aðferðir til að stjórna lýðnum.

 

Ég hef það fyrir reglu að efast um allt, en held samt í ákveðin grunnviðmið sem eru líklegri en önnur.

 

Ég er sannfærður um það að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera gagnrýnið á okkar tímum. Ekki endilega af því að ég sé 100% sannfærður um einhverjar samsæriskenningar um Covid-19, heldur er svo margt að breytast, til dæmis fjórða iðnbyltingin. Það er ekki bara hægt að taka öllu þegjandi, heimspekilegar vangaveltur um réttmæti allskonar fyrirbæra, og gilda eru nauðsynlegri en nokkrusinni fyrr, þegar þjóðfélagið breytist svona hratt og mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband