1.9.2021 | 00:31
Samningar verða því miður ekki birtir um bóluefnakaup samkvæmt Fréttablaðinu og DV og ýmislegt annað.
Ég horfði á pólitíkusana ræða á RÚV í kvöld. Allt var þetta í mestu friðsemd. Stjórnmálamenn eins og Brynjar Níelsson eru sjaldgæfir. Jafnvel Gunnar Smári er afgreiddur sem mistök úr fortíðinni sem ekki þurfi að óttast. Enda er það svo að hann og hans flokkur verða alveg samdauna flokkakerfinu ef hann kemst til valda og inná þing eða í ríkisstjórn. Þannig fer með alla flokka.
En rétt er það sem einhver sagði þar að kosningabaráttan fór seint af stað. Samfylkingarvæðing stjórnmálaflokkanna, held ég að Sigmundur Davíð hafi nefnt þetta.
Allir flokkarnir eru komnir nær miðjunni, virðist mér, nema Sósíalistaflokkurinn. Það má kalla "samfylkingarvæðingu stjórnmálaflokkanna". Einnig þetta, að tilfinningin fyrir frelsinu og sjálfstæðinu fer ört þverrandi. Unga fólkið er bundið á klafa kerfishugsunar og mistökum fer fjölgandi í öllu kerfinu, sama hvar borið er niður. Vantþekkingin eykst, fólk hlýðir eins og vélar, notar hvorki dómgreind né hæfileika, nema að takmörkuðu leyti. Í því koma váboðin í ljós. Sjálfvirknivæðingin, fjórða iðnbyltingin, þetta stuðlar að því að mannlegum hæfileikum fer hnignandi.
Annars las ég stórfróðlegt viðhengi frá öðrum bloggara, Jóhanni Elíassyni, áður en þessi pistill var settur saman um Evrópusambandið, Saga EU. Það viðhengi lýsir því vel hvernig mörgum finnst sem valkostir séu fáir og fólk sé sett á bása frekar en að frelsið sé til staðar. Það kemur í ljós að allt sem menn óttuðust kemur fram og gömul stjórnmálasamtök lifa í gegnum það sem nýtt er, jafnvel þótt kynþáttastefnunni sé hent þá er haldið í allt annað.
Að öðru. Merkileg grein er í DV: "Samningar um bóluefnakaup verða ekki gerðir opinberir".
"Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur staðfest ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að neita að afhenda samninga um kaup ríkisins á bóluefnum gegn Covid-19. Um er að ræða samninga við Pfizer, Janssen, AstraZeneca, Moderna og CureVac. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið almennur borgari sem óskaði eftir að fá samningana afhenta."
En það sorglega er að ekkert af þessu nær í gegn til almennings. Almenningur er mataður á fréttum úr DV, RÚV, Stöð 2 og öllum hinum fjölmiðlunum, ásamt netveitum, og eftir að Donald Trump fór frá og efnið frá hans fylgismönnum fjarlægt eða sett til hliðar þá er varla mikið um nema eina leið að ræða, leið fjölmenningarinnar, og Sorosar, þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari fátækari. Gunnar Smári getur ekki breytt þessu, enda ævagamall komúnismi búinn að afsanna sig.
Ég minnist þess að þannig var andrúmsloftið fyrir hrunið 2008. Ýmsir menn voru að benda á að margt væri í ólagi, en allir opinberir aðilar sögðu það ekki marktækt, sögðu þá sem vöruðu við eiginlega vera fulla af ranghugmyndum og boða samsæriskenningar. Allir vita hvernig það fór, búsáhaldabyltingin og allt það.
Ég ítreka það sem ég hef skrifað um áður. Öll þessi fjölskrúðugu vandamál í nútímanum eiga rót sína að rekja til þess að gamaldags uppeldi skortir, aga, reglur, feðraveldi, kristilega siðfræði og kærleika - eða annan sambærilegan, frá heiðinni trú, eða hvaða trú sem er sem býður uppá góða siðfræði.
En að einhverju jákvæðu og uppbyggilegu. Mér finnst bæði Píratar og Viðreisn vera stilltari, kurteisari og skynsamari en áður. Gunnar Smári og Sósíalistaflokkurinn er nýjasta villidýrið sem er ótamið. Það hlýtur að koma með tímanum. Enda er hann varla að þessu nema til að fá góð laun sem þingmaður.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 90
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 749
- Frá upphafi: 127292
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 560
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.