Utankjörstaðaklefi í Smáralindinni sem hægt er að nýta sér

Ég var í Smáralindinni í dag og tók eftir svæði til að kjósa á,  fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Ég hef alltaf kosið á kjördag en ákvað að kanna málið og spyrjast fyrir. Mér var sagt að opið væri til ellefu. Ég sagðist ekki viss um hvaða flokk ég myndi kjósa. Þá sagði maðurinn að hægt væri að kjósa aftur á kjördag og nýjasta atkvæðið myndi gilda. Þá ákvað ég að kjósa í þessum utankjörfundaklefa.

 

Annað sem ég vissi ekki var að listar verða ekki tilbúnir og samþykktir fyrr en 10. september, eða svo sagði þessi maður sem leiðbeindi og tók við skilríkjum.

 

Ég spurði hverjir væru í framboði. Hann sagði að listabókstafir frá kosningunum 2017 væru notaðir. Ég spurði hvað gerðist ef ég kysi framboð sem næði ekki inn, eða næði ekki að skila nægum undirskriftum. Ég sagðist nefnilega hafa áhuga á smáflokkum, og það kæmi til mála að kjósa þá.

 

Hann sagði að í því tilfelli þyrfti ég að kjósa aftur og slíkt atkvæði félli dautt, ef framboðið myndi ekki verða gilt 10. september.

 

Ég tók skyndiákvörðun, ákvað að kjósa flokk sem ég hef lengi viljað kjósa en ekki gert, smáflokk. Annaðhvort vildi ég kjósa Íslenzku þjóðfylkinguna eða Frelsisflokkinn.

 

Reyndar ætlaði ég einu sinni að kjósa Íslenzku þjóðfylkinguna en þá bauð hún ekki fram í Kópavogi svo ég valdi Samfylkinguna í staðinn, þar sem ég þekkti einn frambjóðanda ofarlega þar á lista, og mér fannst allt og ekkert koma til greina, sömu lýðskrumararnir nema í smáflokkunum.

 

Ég hef ekki kosið þjóðernisstefnuflokk síðan fyrir hrun. Þá kaus ég Frjálslynda flokkinn nokkrum sinnum en varð svo reiður að hann komst ekki til valda og náði ekki nægilegu fylgi að ég ákvað eftir það að hætta að kjósa smáframboð sem ná ekki að stjórna landinu - að slíkt væri að henda atkvæði í ruslið. Sú ákvörðun var tekin til baka núna þegar ég kaus Frelsisflokkinn, en listabókstafinn fyrir Íslenzku þjóðfylkinguna vantaði, annars hefði hann komið sterklega til greina.

 

Ég kaus því X-Þ í fyrsta sinn og fannst það kjarkmikil ákvörðun og sjálfstæð, þegar maður hefur hyglað vinstriflokkum núna eftir hrunið og haft trú á að þeir bæti eitthvað. En ég held að fóstureyðingalögin sem samþykkt voru og Vinstri grænir stóðu fyrir hafi gert útslagið, að síður vilji maður fórna sál sinni.

 

Þ er ágætur og þjóðlegur stafur, ekki víða notaður í heiminum.

 

Í sambandi við ESB vil ég ganga alla leið, annað hvort úr Schengen og EES eins og stefnuskrá Frelsisflokksins boðar, eða þjóðin prófi inngöngu (í ríki Satans, segja sumir), Samfylkingin býður þá leið og Viðreisn.

 

Þetta eru jákvæð og góðar fréttir fyrir Frelsisflokkinn, að fólk geti verið svo reikandi í afstöðu sinni til ESB að velja á milli Samfylkingar eða Frelsisflokks, flokka sem eru algjörlega á öndverðum meiði í flestum efnum.

 

Annars er það svo að ef þær fréttir koma að Frelsisflokkurinn bjóði ekki fram að þessu sinni verð ég að kjósa aftur. (Það kemur þá fram á næstunni, fram að 10. september). Þá verður óvíst hvað ég kýs, því margt kemur til greina og skyndiákvarðanir jafnvel skemmtilegar fyrir eitt lítið atkvæði.

 

Það er mjög áhugavert að hægt sé að kjósa aftur, skipta um skoðun, og að nýjasta atkvæðið gildi alltaf. Það vissi ég ekki áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha,ha, ég vissi en mundi ekki fyrr en ég las hér,var nefninlega búin að kjósa,til öryggis. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2021 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband