18.8.2021 | 01:51
Freistandi er að kjósa Samfylkinguna
Það að kjósa Samfylkinguna og Viðreisn snýst ekki bara um Evrópusambandið heldur trú eða vanttrú á íslenzkum pólitíkusum. Ég hef stundum kosið Samfylkinguna, þekki þar nokkra, og mín föðurfjölskylda er tengd inní þann flokk.
Evrópusambandið var aldrei stofnað um neitt annað markmið en að leyfa sigruðum þjóðum að deyja saman. Von mannkynsins dó 1945 og menningin sem slík. Aldrei eftir það hefur verið nein raunhæf von um annað en úrkynjun og útrýmingu mannkynsins og náttúrunnar á jörðinni.
Ég met Þjóðverja mikils og hugmyndina á bak við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er gott dæmi um þá yfirborðsmennsku sem sjálfstæðið er í verki. Hann er Samfylkingarmaður í hjarta sínu en er í Sjálfstæðisflokknum, og með sinni sáttasemjarapólitík á milli vinstri og hægri afla hefur gert margt vel í starfi sínu, en hann er ekki sá öfgafulli, hægrisinnaði hugsjónamaður sem berst gegn vinstrinu nema með mjög svo kurteislegum hætti.
Hvers vegna ekki að ganga alla leið, kjósa Samfylkinguna og ganga í Evrópusambandið? Ég á Samfylkingarfólki mikið að þakka. Enginn kemst neitt áfram í listalífinu án þess að fá aðstoð frá listagyðjunni í Reykjavík. Ég er mjög svo tryggur í eðli mínu þótt ég á sama tíma eigi erfitt með að gangast nema þeim málstað á hönd sem mér finnst alfullkominn, nema á yfirborðinu.
Merkileg var greinin eftir Ómar Ragnarsson um samskipti Íslendinga við Breta og Þjóðverja í seinna stríði. Íslendingar verða alltaf sveitalubbar, kúgun Dana hefur gert úr okkur undirmálsfólk sem á ekki annað skilið en að verða hluti af Evrópusambandinu.
Það sem mestu máli skiptir í þessu er samt auðvitað efnahagurinn og hvað almenningur vill gera til að fá kjarabætur, og rökin hans Loga í Samfylkingunni virðast nokkuð skotheld og einnig Þorgerðar í Viðreisn.
Ég er mjög hrifinn af frönskum ostum, og það eitt og sér er ástæða til að ganga í Evrópusambandið, til að fá meira af fínum varningi frá Evrópu og á sanngjörnu verði. Ég hef ekki lengur afa og ömmu til að efla trú mína á hægrið og Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki sami sannfæringarkrafturinn í afkvæmum þeirra.
Ef eitthvað kom í ljós á þessu kjörtímabili þá er það þetta að hrossakaupin á Íslandi vega miklu þyngra en hugsjónir eða pólitísk kjölfesta. Það þýðir að við lifum ekki lengur á hugsjónaöld heldur svikaöld, við erum öll lýðskrumarar og þjóðarskammir, svikarar við heilaga málstaði.
Evrópusambandið stendur ennþá fyrir eitthvað virðulegt, finnst mér. Það lítur kannski út eins og músétinn ostur, en þar eru fríðindi í boði fyrir sökkvandi skip.
Þegar Silfur Egils byrjaði hafði Egill Helgason gaman af því að toga þáttinn í allar áttir, fá skrýtið og sérviturt fólk, hægriöfgafólk og vinstriöfgafólk. Þau Fanney Birna eru núna dáleidd á Samfylkingarlínunni þannig að þátturinn er orðinn steingeldur og hundleiðinlegur, en þannig er líka samfélagið allt. Ekkert annað er í boði lengur. Jafnvel Sósíalistaflokkurinn hans Gunnars Smára er ekki lengur trúverðugur kommúnistaflokkur heldur vil ég vita í hinn mælska bloggara, Jóhannes: "Sambland af uppþornuðum kvennalistakerlingum, rammfölskum krataeðlisslepjungum og orðlögðum tækifærissinnum með grænmygluðu Pírataívafi".
Í þessu pólitíska ástandi er það freistandi að prófa eitthvað nýtt, eins og að ganga í Evrópusambandið.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 89
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 748
- Frá upphafi: 127291
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.