17.8.2021 | 00:07
Sömu listamennirnir fá viðurkenningu, lífs eða liðnir, Gerður Helgadóttir til dæmis, en aðrir hafa ekkert uppúr list sinni.
"Verður ekki fílabeinsturn" segir hún, en þessi gagnrýni er komin uppá yfirborðið núna fyrst eftir að snobbhöllum fjölgar í Reykjavík og víðar. Augljósasta dæmið um hátimbrað menningarhús er Harpan, en Kópavogur á sinn skerf af þeim líka, eins og Tónlistarhús Kópavogs, þar sem tónleika halda þekktir listamenn, og gert er út á aðgangseyri og gróða en ekki endilega menningu og listir, nema Mammon sé með í spilinu.
Svona fullyrðing er vissulega staðfesting á því að þetta verður enn einn fílabeinsturninn, með einhverjum undantekningum til að sýnast.
Vinstraliðið í Samfylkingunni og öðrum flokkum hefur staðfest það enn og aftur endalaust að það er snobblið sem elur á stéttskiptingu og frasar þess eru til að veiða atkvæði. Innst í hjarta sínu elskar það stéttskiptingu og að hreykja sér yfir fjöldann. Enda þegar fornir féndur lenda í ríkisstjórn er ástin mikil.
Ástandið var skárra áður en Harpan kom, Tónlistarhús Kópavogs, Gerðarsafn, osfv. Þá voru stöðugir tónleikar í menntaskólunum og hér og þar. Þegar pönkið byrjaði, Fræbbblarnir, Utangerðsmenn, Þeyr, og fleiri þá var gróskan mikil og auðvelt að spila næstum allsstaðar.
Stéttskipting á milli listamanna er mikil. Örfáir njóta hylli, afgangurinn púlar og þrælar en fær ekki laun fyrir þá vinnu sína. Langflestir listamenn landsins leggja á sig mikla vinnu en það er þeirra kostnaður, þeirra tap, enginn gróði, nema smáaurar einstaka sinnum.
Verður orkustöð lista en ekki fílabeinsturn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.