Formið getur fallið síðar en andi siðmenningarinnar

Guð hefur útvalið spámenn til að tala fyrir daufum eyrum þar sem fæstir skilja eða hlusta, til að bjarga þessum einstöku sauðum sem taka við sér, þroskast og lifna við. Hvernig er hægt að flýja hrunda siðmenningu? Góð eru Krists orð og eiga við raunar. "Viðurstyggð eyðileggingarinnar sezt um það helga".  Já þetta er stórkostleg og góð lýsing. En hvernig flýr maður hrunda siðmenningu? Kannski með því að gagnrýna hana? Að túlka miklar setningar getur verið kúnst. Þótt andinn sé dauður í siðmenningunni og hún þannig praktískt séð hrunin þá tekur tíma fyrir formið að falla á sama hátt - ef ekki kemur fleira til eins og náttúruhamfarir eða styrjaldir.

Að vissu leyti er það freistandi að flýja Ísland, því af öllum sofandi sauðum landanna eru þeir mest steinsofandi hér, og litlar hjarðir þeirra sem eitthvað vita víða utanlands en ekki hér. Hér keppast næstum allir um að vera meira andsetnir en náunginn.

Fréttir berast af því að litlifingur mannkynsins hreyfist á líki sem er dautt. Líkið er áfram dautt samt. Þeir vita og skilja sem gera það en hinir ekki. Hinir deyjandi óttast fingurinn sem lifir enn. "Verum öll samtaka að rotna, enginn má skorast undan", er boðorð þeirra.

Til að hrekja burt vonleysi vil ég vitna í annan meistara:

Í einhverja bók sína skrifaði dr. Helgi Pjeturss setninguna: "Það er jafnan kaldast undir dögun". Þar kom hann með þessa stórkostlegu lýsingu að fyrir sólarupprás virðist oft allt vera glatað og hvergi von, en það er sjónvilla. Þá er myrkur og kuldi en umbreytingin rétt handan við hornið, og hvílík umbreyting! Þar með er ég raunar ekki að segja að okkar menning og mannkyn eigi sér endilega von, en ætti maður að segja að það séu 1-10% líkur á því? Vonandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 127292

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 560
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband