15.8.2021 | 18:29
Baráttumál vænleg til vinnings í komandi kosningum í næsta mánuði
Það styttist í kosningar og óneitanlega er spurning hvað fólk vill fá frá valdhöfum á næsta kjörtímabili, hvað mætti betur fara.
Vel má vera að þessi stjórn endurnýi umboð sitt og gæti margt verið vitlausara en það svo sem, miðað við að ekki er margt í boði og flokkar sem mér eru helzt að skapi ekki stórir, Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Lýðræðisflokkur Guðmundar Franklíns. Þá er að sætta sig við það sem er í boði og kjósa einn slíkan flokk. Tilviljanakennt verður slíkt val hjá mér, þar sem áhuginn er lítill og þetta er allt sama tóbakið, flokkarnir.
Verða bóluefnin kosningamál og veiran? Auðvitað, bara hvernig lýðskrumið leggst í þær línur með misgáfulegum hætti orðræðunnar. Annars er það mál að mestu búið og nú er bara spurning hvort kjósendur vilja læra af reynslunni og fá meira að ráða um þetta, þola ekki bara yfirvaldið erlenda, lyfjafyrirtækjanna og kerfisins, skólanna, alls þessa vinstrisinnaða trúarbatterís á manninn og ofurvald hans, sem hefur nú raunar afsannað sig á þessum síðustu og verstu tímum gagnslítilla bóluefna.
Ég hef svo sem áhuga á vinstrimálefnum líka og mitt gamla kommahjarta frá unglingsárunum er enn til staðar þótt áhugamál séu fleiri.
Það sem stendur fólki næst er að þjónusta við sjúklinga verði bætt og öll önnur þjónusta. Athugum hvernig þetta er, allir flokkar á Íslandi eru vinstriflokkar, jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, (eða svo mengaðir af þeirri hugmyndafræði að hæpið er að kalla þá hægriflokka). Einnig má kalla þá jafnaðarflokka. Aðalsmerki slíkra flokka á heimsvísu er áherzlan á heilbrigðiskerfið og jafnan rétt allra, mannúð og mannréttindi, umhverfisvernd, kvenréttindi, osfv.
Því er það í hæsta máta napurlegt að starfsfólk vantar í heilbrigðiskerfið og kerfið sem heild fallið á veiruprófinu fyrst ekkert má útaf bregða svo stórslys verði. Ég tek það fram að starfsfólkið sem fyrir er hefur staðið sig vel, það eru hetjurnar sem ættu að fá orður, ekki þríeykið, ekki ríkisstjórnin. Kerfið sjálft þarf að bæta mjög mikið, svo það þoli farsóttir og annað slíkt. Þetta er vissulega kosningamál í næsta mánuði.
Svo eru það þessir símsvörun og klukkutímabið í símanum eftir allskonar ráðleggingum eða hverju sem er, jafnvel hjá tæknifyrirtækjunum og margskonar þjónustu, biðlistar til margra daga, vikna, mánaða... ekki bara í heilbrigðiskerfinu. Það er til nóg af fólki í landinu til að bæta úr þessu sem hægt er að ráða til starfa, skipulagið er flöskuhálsinn.
Sannleikurinn er sá að hnignun hefur orðið á mörgum sviðum. Sjálfvirknivæðingin og tæknivæðingin leiðir af sér leti og metnaðarleysi. Fjórða iðnbyltingin eykur þá úrkynjun sem fyrir var komin á fullt.
Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera til að bæta úr þessu?
Þetta er svolítið eins og Úllen dúllen doff, hvern á að kjósa.
Svo er það tilviljanakennt hvaða stjórnmálaflokki tekst að hitta á eitthvað slagorð sem virkar eða stefnumál sem virkar vel í kjósendur, rétt eins og popphljómsveit sem þarf að finna smell eða tónlistarmaður fyrir jólaplötuflóðið.
Nú á meðan golfstraumurinn er ekki alveg horfinn og á meðan ísöld er ekki komin ennþá verður Ísland verðmætara, sem skárra land en mörg önnur í brjáluðum heimi loftslagsbreytinga, fjöldamorða, skotárása og tryllings af öllum tegundum. Þetta þýðir að útlendingastofnunin verður að stækka til að vanda vinnubrögð sín og ekki síður ef búast má við auknum straumi flóttamanna.
Viðhorf vinstrimanna er úrelt að öllum sé hægt að hleypa inn. Stefna Sigríðar Á. Andersen var og er skynsamleg, en á komandi áratugum má fullyrða að rasískir flokkar á Íslandi komist til valda, það er bara óhjákvæmilegt í þessum heimi örra þjóðfélagsbreytinga. Þeir flokkar munu boða herta stefnu sem margir munu heimta. Þetta er bara sama stefna og í útlöndum, hefur rutt sér þar til rúms víða. Það er ekki endilega til marks um að rasismi 20. aldarinnar sé að sigra, heldur er þetta ný heimsmynd, nýjar áskoranir.
Er það ekki annars augljóst að ríkisvæðing í heilbrigðiskerfinu getur bætt margt? Þegar báknið er orðið svona stórt er hætt við stöðnun og óhagræðingu eins og Sigmundur Davíð heldur fram og fleiri.
Svo er það fiskveiðistjórnunarkerfið. Ég felst á rök beggja aðila í því máli. Það er óréttlátt fyrir sjómenn sem vilja veiða sér til matar eða smáútgerðir, en það kann að vera betra fyrir lífríkið í hafinu eins og þeir segja sem styðja kvótakerfið og það allt.
Mengunarmálin eru auðvitað stóru málin. Guðmundur sem er núverandi umhverfisráðherra hefur verið brautryðjandi, sem miklu ákveðnari maður en aðrir í þessu og með reynslu af þessum málum áður í fyrri störfum sínum. Allir flokkar hljóta að marka sér æ metnaðarfyllri stefnu í þessum málum, og tala skýrt í næstu kosningum.
Hvað með jafnréttismálin og mannréttindamálin í heild? Þau eru umdeild en keyrð áfram af hörku hinnar blindu ofsatrúar, og kynjafræðin eru kynþáttafræði okkar tíma, skaðvænni og banvænni fyrir mannkynið og umhverfið en fyrri tíma öfgar, en nokkuð sem næstum allir beygja sig og bugta fyrir, sem 90% almennings gerði líka fyrir kynþáttamálunum í upphafi 20. aldarinnar. Kynjafræði/mannréttindamálin eru því "infant terrible" nútímans, (vandræðabarnið í fjölskyldunni), öfgahyggja sem þó er leidd áfram af skömm vegna mistaka fortíðarinnar, einar öfgar eru látnar afsaka þessar öfgar.
Engu að síður koma fleiri metoobyltingar, druslugöngur og hvað þetta allt saman heitir. Það er líka stuð og skemmtun í þessu og tækifæri til að lyfta sér upp, hlæja og skella öllu í kæruleysi.
Auðvitað verður þetta rætt rétt fyrir kosningarnar og allir segja já og amen, það er ekki spurning, nema kannski Sigmundur Davíð sem mun reyna að virka skynsamlegur, rökfastur og sjálfstæður.
Þá er þetta upp talið með tízkumálefni nútímans, held ég, í grófum dráttum að minnsta kosti. Það hlýtur því að vera að þetta verði mikið í umræðunni á næstu vikum.
Í ljósi nýjustu frétta má spyrja sig og bæta við: Verður uppgangur talibana þar til þess að einhver litlu hægriflokkanna þriggja kemst inná þing, ég er að tala um Frelsisflokkinn, Íslenzku þjóðfylkinguna og Lýðræðisflokk Guðmundar Franklíns? Þessir flokkar eru með skýra stefnu í þessum málum, held ég. Atburðirnir í Afganistan gætu aukið fylgi þeirra, en það kann að gerast eftir kosningar, því almenningur er oft svo fattlaus og lengi að taka við sér.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 701
- Frá upphafi: 127244
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 531
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverðar vangaveltur og þú ert alls ekki einn í þessari stöðu að eiga erfitt með að velja af pólítíska hlaðborðinu í næstu kosningum.
Það sem manni finnst um úrvalið þá er fjórflokkurinn og afsprengi þeirra enhvernveginn pólitískt úrkynjaðir og ekki líklegir til úrbóta fyrir land og þjóð
og virðast hafa einhver allt önnur óskilgreind markmið og þá sennilega aðallega á hanga á þingi til að hafa í sig og á.
"Litlu" flokkarnir sem þú nefnir eru áhugaverðir en sennilega eiga þeir við ramman reip að draga hjá fjölmiðlum sem flestir eru í höndum einhverra hagsmunaaðila
sem hafa horn í síðu þeirra.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 15.8.2021 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.