Skelfilegar fréttir um mengun, heimsendauggur í mörgum

Ég bjó til umhverfisverndarlög sem unglingur og varð þekktur fyrir að syngja þau á skólaskemmtunum, og um þrítugt gaf ég út nokkra tóndiska, meðal annars þetta efni, um umhverfisvernd.

Árni Waag var líffræðikennari í Digranesskóla þegar ég var unglingur, og hann náði að tendra áhuga hjá mér og mörgum jafnaldra minna um þessi mál. Hann talaði um bókina "Raddir vorsins þagna" og margt slíkt.

Allt sem hefur gerzt á undanförnum 40 árum eða svo hefur ræzt, af því sem hann spáði, eða vitnaði í að aðrir höfðu spáð fyrir um. Ég bjó til lagið "Engar umbúðir" árið 1984 í frímínútum í Digranesskóla, og marga slíka texta, fyrir mér var þetta bara leikur, að finna mikilvægt efni til að setja í texta.

Að gera jörðina að logandi víti brennandi trjáa og gróðurs er ekki hægt. Það verður að taka í bremsuna af meiri hörku en gert hefur verið.

Ég verð að hrósa Degi. B. Eggertssyni fyrir að vilja efla Strætó og almenningssamgöngur. Hægt væri að samnýta einkabíla miklu meira, bjóða fjölskyldumeðlimum og kunningjum far frekar en að svona margir séu einir í bíl, og svo myndast umferðaröngþveiti sem engum er að skapi í ofanálag!

Það hefur svo margt breyzt í þessum efnum á síðastliðnum áratugum. Áður fyrr áttu fæstir efni á að eiga bíl. Þegar afi minn eignaðist Oldsmobílinn, árgerð 1926, árið 1943, þá var frekar sjaldgæft að fólk ætti bíla. Alveg fram til 1980 eða lengur létu menn gera við hálfónýta bílana sína því dýrt var að kaupa notaða bíla, hvað þá nýja bíla. Kaupmátturinn var líka miklu minni á þeim árum, þar til allra síðustu áratugina, eftir aldamótin 2000.

Bílaflotinn hefur orðið svona gríðarlega mikill á frekar skömmum tíma, á síðastliðnum 40 árum eða svo. Það er hægt að vinda ofanaf þessu á fleiri vegu en með rafbílaendurnýjun, bara ef fólk fengi meiri áhuga á að nota Strætó, hlaupahjól, eða hvað það nú er sem mengar ekki.

Hægt er að beita viðskiptaþvingunum þau lönd sem menga of mikið og skrifa ekki undir alþjóðasamþykktir.

Í sambandi við rusl og heimilissorp mætti koma upp matarmörkuðum eins þeir eru í Kína. Ég hef litla trú á að þessi Wuhan-veira hafi komið upp í þessum matarmörkuðum, myglaðar leðurblökur eða ekki. Það er búið að upplýsast að sennilega hafi þetta komið úr tilraunastofum.

Með því að vera með opna matarmarkaði er hægt að fækka umbúðum. Amma vafði fiskinum í dagblöð sem hún fékk hjá fisksalanum. Hún notaði yfirleitt töskur undir mjólkurflöskurnar. Skrýtið hvernig þetta fer allt í hringi, hvernig við neyðumst til að læra af eldri kynslóðum.


mbl.is „Einhversstaðar verður að rigna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband