Þar til upp úr sýður

Grein í DV fjallar um þessi mál. María Rut Viðreisnarkona sem þekkt hefur verið fyrir ýmislegt áður fullyrðir að ofbeldi hafi aukizt í kófinu, sem rímar við tölur og það sem kemur fram hjá lögreglunni.

Taóisminn er ævaforn kínversk speki, sem er fyrir þessari stórþjóð, Kínverjum, svipað og Hávamál eða boðorðin tíu fyrir okkur, býst ég við. Þar stendur í 18. kafla:

"Þegar land er á fallanda fæti, verður konungshollusta og hlýðni efst á baugi".

 

Bókin um veginn - sem er að minnsta kosti jafn merkileg og Biblían - fjallar öll um þetta, þessar þversagnir tilverunnar, sýndarmennskuna, hræsnina og hvernig veruleikinn er annar en látið er í veðri vaka. Halldór Laxness hélt mikið upp á þessa speki, og bætti sínar bókmenntir þannig fyrir vikið.

 

Ef við hugsum út fyrir orðin og þetta dæmi sem er rétt og satt má heimfæra þetta uppá annað. Það má orða þannig:

 

"Lögregla sem setur alla sína orku í að berjast gegn ofbeldi eykur ofbeldið í landi sínu".

Já, eykur það beinlínis. Þráhyggjan verður þess valdandi að það sem barizt er gegn eflist.

Það er ekki bara á einum stað sem börnin stjórna.

Ofbeldið verður ekki sigrað, það er eins og kúgunin, verður alltaf til, í einni eða annarri mynd. Með því að hatast útí náungann eykst hatrið þegar á heildina er litið. Lögreglan er látin sinna þessu, hatast útí karlmenn. Annað er látið sitja á hakanum.

Hvernig er hægt að ímynda sér að ofbeldi verði útrýmt með því að reyna að útrýma heimilisofbeldi? Það er til félagslegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi og fleiri gerðir, flokkunarfræði er margvísleg.

Félagslegt ofbeldi er útskúfun til dæmis. Andlegt ofbeldi getur fólgizt í skömmum eða svívirðingum, kynferðislegt ofbeldi er nauðgun, líkamlegt ofbeldi eru barsmíðar.

 

Ef maður hefur lesið "Bókina um veginn" sér til gagns og skilið hana þá finnst manni margt vera fánýti sem talið er ótrúlega mikilvægt og auðvelt að framkvæma, eða mikið réttlætismál.

 

Hvað verður um alla þessa pirruðu karlmenn og reiðu sem missa vinnuna vegna reiðra metookvenna? Hvort eru þeir minna eða meira líklegir til að beita ofbeldi? Meira líklegir, virðist liggja í augum uppi.

 

Nei, það er ekki bara hægt að bæla vandamálin með því að setja pottlok á allt saman þar til uppúr sýður.

Femínistar og jafnaðarmenn nútímans gefa sér það að allt sé ónýtt sem er í fortíðinni. 100% ónýtt allt þetta gamla og hjólið þarf að finna upp aftur. Það hjól er kynjafræðin, og bara að vera á móti til að vera á móti.

 

Hrun menningar hefur nú byrjað af minna tilefni en þessu, býst ég við. Kínverska og austræna menningin byggist á VIRÐINGU fyrir hefðum og því gamla, ekki að ýta því öllu í burtu og berjast gegn því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 179
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 748
  • Frá upphafi: 127184

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband