11.8.2021 | 00:24
Eins og eitthvað annað (ljóð)
Fyrstu árin
eins og eitthvað annað.
Mátturinn með þér og vinir í hrönnum.
Svo eru allir settir inní hólf, læstir þar inni.
Samskiptin takmörkuð við bergmálshella fangelsi andlegu samfélagsmiðlanna.
Við lifum andlegu lífi á þessum hnetti hvað sem hver heldur.
Hver hefur nægileg völd til að breyta þessu?
Hefur enginn nægileg völd?
Æ, það er gott þegar ástin er manni eftirlát
en stundum fer hún útúr herberginu
og kýs annað frelsi.
Þú reynir að kalla til fyrstu áranna
en þau eru ekki viss, er það draumur eða alvara?
Stundum ertu ekki viss
í ljósi breyttra aðstæðna
hvort orð eða setningar virka sem þá
eða það sem hún kunni vel að meta.
Hún metur það nú eftir rimlanna lögmáli.
Ef ég leita að öðrum...
regnið bylur á rúðunni
og þú skilur ekki neitt...
var ekki til þess ætlazt?
Sársaukafullt lífið sem var ljúft...
Elskarðu þau of mikið?
23. október 2014.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Nýr erkidrúíði, páfi öðru nafni, hefur verið valinn
- Pútín ætti að læra að sigra með afþreyingu, rússneskri Hollyw...
- Eðli kommúnista er að búa til dúmur, forum, ráð og allt það, ...
- Guðinn sem er yfir og allt um kring, Taranis, og hvernig hann...
- "Rúmenar að missa trú á Evrópusamvinnu" - stytt tilvitnun - f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 6
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 687
- Frá upphafi: 145212
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 417
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.