Hvar eru varkáru mennirnir á blogginu núna þegar spítalarnir eru að fyllast?

Í þessum pistli ætla ég að nota þann málflutning sem Ómar Geirsson hefur oft notað, að tala fyrir varkárni. Mér er það vel ljóst að það fólk sem lendir í lífshættu út af kófinu er flest aldrað eða með undirliggjandi sjúkdóma en við sem velferðarsamfélag getum ekki verið þekkt fyrir að leyfa spítölum að fyllast og að ekki sé hægt að sinna þessu fólki.

Stjórnvöld hafa klúðrað málunum að þessu sinni, það er alveg ljóst. Þau treystu of mikið á bólusetningarnar en þetta er ekkert nema tilraun með þjóðina sem sumir segja að sé fjöldamorð, og mun vonandi ekki reynast rétt, en ef það verður rétt er það stærsti glæpurinn gegn mannkyninu frá upphafi.

Nú hafa stjórnvöld tvo kosti:

 

A) Að stíga á bremsuna og verða kannski enn umdeildari, kannski vinsælli,  og bjarga fólki sem er þegar lent á spítala eða mun þurfa á aðstoð þar að halda.

B) Leyfa spítölum að yfirfyllast og játa það klúður sem upp er komið, að spítalar hafa verið fjársveltir, læknar hafa farið til útlanda, nýtt húsnæði vantar og stjórnvöld eru sek um klúður núna í sumar, þótt vel hafi gengið áður en þjóðin varð fullbólusett.

 

Við erum mannúðarsamfélag og því hljóta yfirvöld að grípa til aðgerða. Sannleikurinn er þó sá að úr því að varkárni var ekki viðhöfð fyrr í sumar er þetta komið úr böndunum. Fáránlegast af öllu að mest er um smitin eftir að búið er að bólusetja 90% þjóðarinnar, og nú vilja þau bólusetja unglinga?

 

Beztu orðin sagði Þórólfur sóttvarnalæknir: Það var almenningi að þakka að vel gekk í fyrstu.

Að passa landamærin er auðvitað sjálfsagt, en hætt er við að það dugi ekki eitt og sér. Nú hefur Þórólfur gefið það í skyn að allt sé að fara í óefni, en hann neitar að koma með minnismiða ennþá og setur boltann á óábyrga ráðherra og lýðskrumara.

 

Það er þessari ríkisstjórn ekki til sóma að oftreysta gagnslitlum bóluefnum eða fylgja í blindni Sóttvarnarstofnun Evrópu eða öðrum erlendum stofnunum. Við erum enn sjálfstæð þjóð. Það gekk að verja mannslíf í byrjun faraldursins, nú en hvaða eftirmæli fær þessi ríkisstjórn ef hún sofnar á verðinum á lokasprettinum?

 

Það kostar ekki að hvetja almenning til að fara gætilega. Hitt er verra að þetta er eins og rússnesk rúlletta og því er ábyrgðin mikil hjá stjórnvöldum.

 

Ég hef samþykkt í umræðum mínum við þá sem vilja fara opnu leiðina að bóluefnastefnan er komin í þrot og hefur afsannað sig að miklu leyti. Lokunarstefnan er þess vegna eina stefnan sem getur forðað miklum vanda á spítölunum, ef það er ekki orðið um seinan. Einnig er hægt að hafa allt opið en hvetja landsmenn til að fara gætilega sem vilja fara þá leið, en mun það virka?

Katrín forsætisráðherra virðist hafa sleppt stýrinu í sumar.

 


mbl.is Staðan á spítalanum „yfirvöldum til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

sæll Ingólfur

Þú gleymir 3 kostinum 

Kostur C.

Loka á fréttamiðla eins og RUV sem hafa viðhaldið uppi stöðugum hræðsluáróðri í 18 mánuðuði gagnvart veiru sem 98% einstaklinga ná sér að fullu ef þeir skyldu sýkjast.

Að smitast og smita aðra hefur ekki dauðasök í för með sér. Tölur hafa sýnt fram á að Aukaverkanir og dauði af völdum "bólusetninga" er miklu alvarlegri.

Enginn af þessum "sérfræðingum" getur sagt til um langtíma áhrif þessarar lyfjagjafar í komandi framtíð þeirra einstaklinga sem hafa fengið þetta tilraunalyf og hvað þá heldur á komandi kynslóðir ef til stendur að dæla þessu í ungdóminn okkar sem er að taka kynþroska.

Eggert Guðmundsson, 6.8.2021 kl. 18:02

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, takk fyrir að fá þetta sjónarhorn. Ég er að velta upp kostum, en er ekki sammála Kára Stefánssyni og þeim sem telja bólusetningarnar einu lausnina til að ráða við þetta. 

 

Það er rétt að fréttirnar á RÚV geta haft áhrif á mann.

Ingólfur Sigurðsson, 7.8.2021 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 147
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 133226

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 557
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband