Nútíminn í ljósi fortíðarinnar, nokkur minningakorn um ömmu, Sigríði Tómasdóttur.

Ég gleymdi að fjalla um afmælið hennar Siggu ömmu sem var 23. apríl, þá hefði hún orðið 106 ára, hún fæddist 1915. Ég var minntur á það að slíkt væri gott að rifja upp.

Já hún var dásamleg sómakona hún amma Sigga, og gekk mér að ýmsu leyti í móðurstað þegar mamma var djammandi á sínum yngri árum.

Þau voru bæði mikið sjálfstæðisfólk og á morgnana þegar maður fékk nesti og var á leiðinni í skólann heyrði maður ömmu tala um pólitík, næstum á hverjum morgni. "Ekki lýgur Mogginn" sagði hún hvassri röddu þegar einhver efaðist um sannleiksgildi fréttanna.

Afi var þöglari og oftast var það amma sem vildi fá staðfestingu á fullyrðingum sínum um pólitíkina.

Þegar ég var 1o ára brauzt pönkið út og krakkarnir í skólanum töluðu um Bubba Morthens. Þá fór Skafti íslenzkukennari að tala um Bubba Morthens, Megas og Bob Dylan og um kommúnisma sem hann hélt uppá. Þá varð ég meðvitaður um pólitík.

Amma var mjög orkumikil. Hún fór snemma á fætur og vann húsverkin, og vakti mig í skólann þegar ég svaf yfir mig. Hún kvartaði sjaldan og á samband hennar og afa bar aldrei skugga sem heitið gæti.

Amma hafði háa, skæra og sterka rödd sem hún beitti mikið og vel. Hún var ákveðin þótt hún væri alltaf heimavinnandi og hafði sterkar pólitískar skoðanir. Hún var mjög góð söngkona og kunni utanað mörg revíulög og lög úr útvarpinu. Það var mikill söngur á mínu æskuheimili því þau sungu bæði mikið hún og afi. Þau sungu í akstri, það var ekkert útvarp í Oldsmobílnum, sem alltaf var kallaður "Gamli bíllinn", því hann var endurgerður og í toppstandi en upprunalega frá árinu 1926. Afi gerði hann reglulega upp svo hann virkaði alltaf vel.

Ég fékk þess vegna nasasjón af þeirra samtíma í gegnum þau, ég held að amma hafi verið ekta "fiftís" húsmóðir, þá var hún ung kona. Hún var svo snyrtileg, hvergi mátti sjást rykkorn, bakaði brauð sjálf og kökur.

Þegar ég minnist hennar finnst mér hún hafa verið miklu ákveðnari en þessir femínistar, því amma lifði samkvæmt ströngum siðalögmálum, var sannkristin og ástrík líka.

Ég furða mig á því þegar ég hugsa til baka hvað hún amma Sigga var alltaf orkumikil, kát og hress, en það gat fokið í hana samt og hún orðið reið, sérstaklega við mömmu, og þá stóðu þær eins og tvær valkyrjur og hljóðin voru mikil.

Það var einn fastagestur sem kom reglulega með bílinn sinn í viðgerð á verkstæðið sem var alveg eldrauður kommúnisti og þegar hann og amma töluðu saman minnti það svolítið á rifrildin milli hennar og mömmu. Hann var vörubílstjóri með mjög lélegan bíl sem afi gat alltaf lagfært.

Þá var engin kaffistofa á verkstæðinu sjálfu og viðskiptavinirnir komu niður í hús og amma bauð þeim kaffi og meðlæti og ræddi við þá, var fróð um ættfræði til dæmis.

Hann hét Ólafur og ég held að hann hafi bara kunnað vel við að ræða við ömmu þótt þau væru lítið eða ekkert sammála í pólitíkinni.

Þegar ég var 26 ára samdi ég lagið "Sannleikurinn er ekki í blöðunum" og það kom út á hljómdisknum "Við viljum jafnrétti" frá 2002. Það var mér nefnilega opinberun að átta mig á því að til væru falsfréttir, löngu áður en Trump fór að tala um slíkt.

Ég ólst upp við það að það væri satt sem stæði á prenti. Einhvernveginn var það amma sem sannfærði mig um það. Efagirnin hefur aukizt mikið síðan.

Það er nokkuð til sem heitir víxlmögnun kynjanna, en dr. Helgi Pjeturss fjallaði um slíkt í Nýölum sínum. Líforkan kemur úr þessari víxlmögnun kynjanna. Þessvegna er það mjög heimskulegt að hatast útí hitt kynið, eins og mér finnst alltof áberandi í nútímanum, það tekur burt líforkuna. Satan stjórnar femínismanum, ég er alveg handviss um það, enda er femínisminn egósentrískur og byggist á eigingirni eins og augljóst er ef maður hefur kynnt sér trúarbrögð og þeirra boðskap.

Þess vegna er menningin hrunin, vegna þess að grundvöllur menningarinnar er kærleikurinn, sem vantraustið eyðir.

Ég minnist þess mjög vel þegar biskupsmálið kom upp árið 1996 að amma Fanney stóð með Ólafi biskup og var mjög ákveðin í því, og líka Rannveig nágrannakona okkar, sem var vinkona ömmu. Þá er ég viss um að amma hefði verið sammála þeim líka.

Þetta er svolítið merkilegt með hliðsjón af því að amma Fanney var álitin mikil kvenréttindakona af ömmu Siggu, mömmu og flestum þegar ég var pínulítill, því hún tók við búðinni hans afa í föðurættinni þegar hann dó.

Samt sagði hún um konurnar sem ásökuðu biskupinn, þótt hún hafi verið álitin mikil kvenréttindakona og studdi Alþýðuflokkinn:"Þær eru bara athyglisjúkar og eru að ráðast á góðan mann, guðsmann."

Svona breytist nú samfélagið, og svo eina rétta orðið yfir slíkt er móðursýki fjöldans, múgsefjun og helstefna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skemmtileg frásögn að lesa að morgunnlagi Ingólfur, gefur góða sýn aftur í tímann. Ég veit að Helgi Pjeturs hafði mikið til síns máls þegar hann talaði um víxlmögnun kynjanna.

Magnús Sigurðsson, 5.8.2021 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 48
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 551
  • Frá upphafi: 132123

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband