4.8.2021 | 00:49
Skólaárin rifjast upp við þessa frétt
Gaman er að sjá skólasystur mína, hana Ingu Maríu brosandi og hamingjusama með eiginmanninum Bolla Kristinssyni.
Hún gerði það gott á Stöð 2 fyrir hrunið með sketsaþættina "Stelpurnar" ásamt öðrum þekktum leikkonum. Annars þekki ég bræður hennar betur, þá Ella og Ómar.
Ég féll í fyrsta bekk í MK 1986 - 1987, því ég tók aldrei bækurnar uppúr skólatöskunni, lærði aldrei heima. Ég náði svo fyrsta bekk 1987 - 1988, í endurupptöku og á blandraðri braut, því þá leið mér betur, var tilbúinn að stunda félagslífið meira.
Ég vildi ekki læra fyrir aðra. Ég var alltaf sannfærður um það samsæri að þjóðfélagið vildi gera úr manni þræla, og að maður þyrfti að vita tilganginn með náminu. Eina pointið í skólagöngunni fannst mér að kynna mig sem tónlistarmann og kynnast einhverjum áhugaverðum persónum.
Af því að allir hinir voru tilbúnir að læra var ég ekki tilbúinn til þess, nema hafa sérstaka ástæðu. Kannski má kalla þetta athyglibrest. Ég hef oft átt erfitt með að einbeita mér og klára bækur. Samt þegar ég náði prófunum þurfti ég ekki að klára allar skólabækurnar, nóg fannst mér að fara í gegnum glósurnar úr tímunum og leita að einhverjum aðalatriðum og reyna að muna þau fyrir prófin. Það virkaði, nema í stærðfræði og slíkum fögum þar sem þjálfun var aðalatriði, sem ég nennti aldrei að leggja á mig. Ég var harðákveðinn í því að verða frægur tónlistarmaður, og vildi ekki láta neitt annað þvælast fyrir.
Ég blómstraði hinsvegar í íslenzku og þurfti ekkert að leggja á mig til þess. Það var mér algjörlega eiginlegt.
Oft ræddum við Elli bróðir hennar um pólitík eða tónlist þegar ég var í heimsókn á Marbakkabrautinni hjá þeim. Við kynntumst í unglingavinnunni í Kópavogi og urðum vinir og kunningjar vegna þess að báðir héldum við gríðarlega mikið upp á Bob Dylan og gátum talað endalaust um hann.
Mér finnst Inga María hafa blómstrað meira með árunum. Hún skar sig ekki úr í skóla fannst mér, en viðkunnanleg stelpa samt.
Mér þótti alltaf vænt um það að vel var klappað fyrir mér þegar ég kom fram á skólaskemmtunum sem tónlistarmaður.
![]() |
Bolli Kristinsson og Inga María gengu í hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 198
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 1117
- Frá upphafi: 144928
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 724
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.