Blikur á lofti í Kína og víðar

Ég las grein Björns Bjarnasonar af athygli, um Belti og Braut. Nú vantar hér á bloggið mann eins og Jóhannes Björn Lúðvíksson sem skrifaði bókina "Falið vald". Hann fylgist vel með hræringum í fjármálaheiminum. Hann hefur spáð því að efnahagskreppa geti leitt af heimsfarsóttinni.

Þetta skrifaði hann í fyrra:

"Kínverska fasteignaævintýrinu er lokið - og það satt að segja stóð miklu lengur en flest hagfræðilíkön reiknuðu með. Kínverska skuggabankakerfið nálgast gjaldþrot og fasteignaverðið hrynur með í fallinu".

"Það sorglegasta við hagstjórn seinni ára er að peningaaustur seðlabanka heimsins, ásamt gjafavöxtum og neikvæðum vöxtum, hefur nær eingöngu skilað sér í auknum tekjum ríkasta fólks jarðarinnar. Þessa stundina á 1% jarðarbúa meira en 40% allra hlutabréfa... "Þessa dagana erum við að horfa upp á hvernig óvæntir utanaðkomandi atburðir geta látið þessa fáránlegu spilaborg hrynja".

Gunnar Rögnvaldsson hefur einnig skrifað vel um þessi mál.

Ég vil ítreka hina góðu setningu sem Guðjón Hreinberg hamrar í fólk:"Menningin er hrunin og siðmenningin að fara sömu leið". Hvort sem þetta er málfarslega rétt eða ekki er þetta djúpur sannleikur. Það er fyrir mestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Já, ég man eftir fyrir um áratug að hafa spáð fyrir því að Kína getur ekki endalaust byggt "draugaborgir" að efnahagur þeirra muni á endanum hrynja. Eitthversstaðar á milli þá og nú gleymdi ég bara draugaborgir Kína. Þar sem þau voru að búa til gerfi hagvöxt með því að byggja borgir sem voru allar tómar. Er þetta ennþá til á veraldarvefnum? Ghost Cities of China? Svo langt síðan ég skoðaði. Vissi alltaf að þegar Kína myndi hrynja myndi veröldin hrynja.
Enda er þetta Kína.
En væri ekki gaman að vera hluti af þessum 1%? Það sem maður myndi gera til þess að verða hluti af þessum 1%.

Einar Haukur Sigurjónsson, 3.8.2021 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 517
  • Frá upphafi: 141640

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband