Allmiklar líkur á vinstristjórn næst

Ég er ekki alveg laus við það að vera vinstrimaður í mér þrátt fyrir að hafa haft allskonar skoðanir á pólitík í gegnum tíðina og skipt um skoðun þegar mér hefur þótt ástæða til. Þegar ég var unglingur voru popparar eins og Bubbi og Megas að draga mig í vinstriáttina.

Nú líður senn að kosningum og það er spurning hvernig næsta stjórn verður. Annað hvort verður Sjálfstæðisflokkurinn í lykilhlutverki eða hinir flokkarnir reyna að mynda stjórn án hans. Stjórn án Sjálfstæðisflokksins hlýtur að verða sambræðslustjórn ólíkra flokka sem sennilega yrðu ósamstíga, og ef þeir verða mjög margir saman verður flóknara að mynda breiðfylkingu og samkomulag.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur kallazt stór, þannig séð. Svo eru aðrir flokkar með ólíkar áherzlur. Aðeins Viðreisn og Samfylking vilja ganga í Evrópusambandið. Ef þeir flokkar mynda kjarna nýrrar stjórnar yrðu aðrir að laga sig að þeirra Evrópusambandsblæti. Þegar sjálfur Jón Baldvin, hugmyndafræðingur EES samstarfsins hér á landi og drifkrafturinn á bak við það líkti Evrópusambandinu við hús sem er að verða að brunarústum, þá er holur hljómur í þeim sem vilja þangað inn.

Unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum er ekki eins og eldri kynslóðirnar. Vissulega skynjar maður að Áslaug Arna og fleiri af nýliðunum hafa frjálshyggjuáherzlur, en það er samt voðalega mikið að teygja sig yfir í vinstrilínuna til að gera alla sátta, eða reyna það. Hvar er prinsippfólkið sem stendur fast á sinni sannfæringu og er jafnvel ögrandi og talið öfgafullt? Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sem standa fyrir slík gildi komu ekki nógu vel útúr prófkjörinu, þannig að spurningin er hvort engin eftirspurn sé eftir pólitíkusum sem eru ekki lýðskrumarar? Lýðskrumið er nefnilega númer 1, 2 og 3, að gefa eftir til að njóta vinsælda, eða í von um þær.

Stundum líður mér eins og rétt sé að fylgja línu pabba, að trúa því að Evrópusambandið sé bezt fyrir þjóðina. Þetta lið er hvort sem er svo spillt, það er að losa sig við allt sjálfstæði hægt og rólega. Þegar unga fólkið leitar til vinstri en ekki hægri er ekki von á góðu og framtíðin skuggaleg. Þá verður maður að laga sig að þeim aðstæðum, því unga fólkið er vissulega framtíðin. Hin miðstýrða ofurríka elíta á heimsvísu hefur alltaf betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 40
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 132115

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 437
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband