29.7.2021 | 13:35
Mengun frá gosinu í stillum. Skyldi það vera vond hegðun mannfólksins sem veldur því?
Reykjavíkurhornið er í virkilega vítislegu andrúmslofti þessa dagana, ég á við brennisteinsgufuna frá gosvirkninni og bílaútblásturinn sem liggur yfir borginni. Í svona stillum og heitu veðri finnur maður jafnvel fyrir menguninni þegar maður andar og finnur annarlega lykt sem minnir á ógeðslega mengunina á gamlársdag af flugeldunum. Bílaumferðin hefur sitt að segja og gosmökkurinn. Samfylking í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi vilja gera Stórreykjavíkursvæðið að erlendri stórborg. Það væri betra að fara aftur í sveitamenningina og strjálbýlið í fortíðinni, og losna við mengandi bíla, sem vonandi gerist með rafbílunum.
Sagt er jafnvel að mengun frá gosinu geti valdið ertingu í hálsi, særindi í augum sem hægt er að villast á sem Covid-19 einkennum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 66
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 673
- Frá upphafi: 126502
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 478
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að það rigndi eldi og brennisteini yfir Reykjavík næstu fimm árin, og lúsmý angraði meira en annann hvern mann og konu, væru landsmenn síst að gruna að Guð sé orðinn þreyttur á siðleysi landans.
Vonandi finnst einhver Jónas bráðum sem gæti predikað líkt og var gert í nineve forðum.
Loncexter, 29.7.2021 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.