Ábyrg framtíð - nýr stjórnmálaflokkur býður fram í haust

Ábyrg framtíð - nýr flokkur sem býður fram í haust, spratt upp úr Covidspyrnunni, flokkur baráttufólks gegn ónauðsynlegum bólusetningum. Nú er hver fjölmiðillinn eftir annar að fjalla um þetta, DV til dæmis. Nýjustu fréttirnar á Íslandi í dag. Ég tel býsna líklegt að þessi flokkur nái einhverju fylgi, en óvíst hvort hann kemst inná þing eða í ríkisstjórn.

Auk þess vill þessi flokkur endurskoðun á útvarpsgjaldinu.

Hér eru allt öðruvísi áherzlur en heyrzt hafa frá hinum flokkunum. Ferskur andblær inní pólitíska litrófið. Kæmi mér ekki á óvart að öðruvísi hugmyndir kæmu um aðra málaflokka líka, ekki vantþörf á því.

Nú er verið að taka þetta uppúr skotgröfunum og á hið pólitíska svið. Spennandi að fylgjast með því.


mbl.is „Höfum alltaf tekið því með varúð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Nú er verið að taka þetta uppúr skotgröfunum og á hið pólitíska svið." - Áttarðu þig ekki á þversögninni í þessari setningu? Íslensk pólitík er aðallega stunduð úr skotgröfum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2021 kl. 23:55

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já einmitt Guðmundur. Þér að segja fattaði ég þetta þegar ég var búinn að skrifa þetta og komið út. Oft er gott að geyma greinar í smá tíma og líta svo yfir þær aftur hvort eitthvað mætti lagfæra. Pólitík er skotgrafahernaður. Það sem ég átti við og hægt er að lesa út úr þessu er: Pólitík á sölum Alþingis eða pólitík sem ráðherrar stunda er talin merkilegri pappír en deilur hér og þar. 

Málið er að Þórólfur leyfir sér að taka ekki mark á fólki sem gagnrýnir hans störf nema það séu ráðherrar. Það er þó alla vega satt og rétt, og er það sem ég var að reyna að tjá, en notaði rangt orð.

Ingólfur Sigurðsson, 29.7.2021 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 73
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 129872

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband