26.7.2021 | 23:18
Vonir um endurreisn
Pistlar Guðjóns Hreinberg eru góðir til að vekja andagift á sturluðum menningartímum. Ég get fallizt á margt, en ekki að "spilið sé tapað", og ekki að það sé of seint fyrir alþýðuna að finna upp mótleik eins og Loncexter orðaði þetta. Heldur vil ég ekki viðurkenna að það sé eitthvað skárra að flýja Ísland, því sá árangur er orðinn af fjölmenningunni að munurinn á milli landa er orðinn býsna lítill.
Rétt er hjá Loncexter að samsæriskenningar fortíðarinnar eru veruleiki okkar.
Guðmundur Ásgeirsson er ekki sáttur við undarlegar skýringar, en fyrst hann spyr er eins og hann sé samt að velta þeim fyrir sér.
Ég held að við ættum að vera ánægð með það að sífellt fleiri eru nú að vakna til meðvitundar um það að lýðræði, frjálshyggja, jafnaðarstefna, kommúnismi, og mörg önnur hugtök sem eru heilagar kýr sem gripið er til fyrir kosninga eru ekkert annað en blekkingar og veruleikinn er allur annar. Það er fagnaðarefni.
Það eru litlu flokkarnir sem bjóða meiri heiðarleika, en næstum enginn vill kjósa þá. Hjörðin sem lætur teyma sig fær ekki meira sjálfstæði á meðan hún er fyllt af dópi sem tekur burt frjálsan vilja.
Í öllu þessu svartnætti er von.
Allt þetta þunglyndi sem hellist yfir unglinga er til marks um löngun til að losna úr hlekkjunum, löngun til að hugsa sjálfstætt, kjósa sjálfstætt, stofna nýja flokka, endurvekja nýtilegar hugmyndir úr fortíðinni og skapa réttlátara samfélag en áður. Píratar eru merkileg tilraun en fullkominn er sá flokkur ekki.
Unglingarnir sem lenda í þunglyndi eru farnir að sjá að ábyrgðin er þeirra, framtíðin er þeirra, það er ekki endilega hægt að trúa á það sem fullorðna fólkið stendur fyrir, þetta opinbera sem á að vera satt og rétt. Þannig er þetta bara ekki. Allt er fullt af falsspámönnum og frekar raunhæft að treysta þeim sem þykist ekki vera fullkominn.
Þessi panik um að sprauta alla milljón sinnum bendir til þess að fólskulegar áætlanir hafi mistekizt hjá auðrónum og plottskipuleggjendum.
Þessi áherzla að sprauta börn er ekki eðlileg. Fyrst hinir sprautuðu sýkja og smita aðra og skapa fleiri og fleiri afbrigði er varla þörf á því að kenna óbólusettum börnum um þetta sem sýkjast yfirleitt vægast.
Ég vil halda í von þrátt fyrir að menningin sé vissulega hrunin. Fjölmenning á að vera hrunin, hún er gagnslaus. Þjóðmenning, er andstæða hennar, sem var í fullum blóma um aldamótin 1900, þegar fólk var fullt af bjartsýni, ást og kærleika, en einnig kynþáttahyggju og hafði leyfi til að tjá allan tilfinningaskalann, ekki bara örlítinn hluta hans.
Hversu lengi er hægt að halda grind uppi utanum anda sem er löngu flúinn? Kommúnisminn hékk uppi í marga áratugi eftir að hann var hruninn. Ennþá er hann ríkjandi í Kína, einu voldugasta ríki heims, í örlítið uppfærðri mynd í átt til vesturlanda.
Sem sagt, það eru lítil takmörk á því hvað hægt er að halda hræjum lengi á lífi með öllum þessum klækjabrögðum og tækni nútímans.
Nei, við þurfum frjálst fólk, sem vill endurnýjun og lætur ekki telja sér trú um hvað sem er.
Unga fólkið verður að finna þetta hjá sjálfu sér. Þrátt fyrir allt er Biblían merkilegur grunnur. Jafnvel þótt stór hluti ungs fólks kjósi uppreisn gegn hefðum og venjum, þar á meðal femínismann, þá er það ekki eðlilegt að 100% ungs fólks sé þannig.
Nei, vonin felst í því að leyfa öllum hugmyndum að blómstra, en segja ekki að ein pólitík sé betri en önnur.
Mín von er þessi, að á grunni gjörsamlega hruninnar fjölmenningar rísi betri menning, þjóðmenning í anda aldamótanna 1900, þegar merkilegustu vísindauppgötvanirnar voru gerðar, þegar rómantíkin blómstraði í samböndum fólks, menningu og listum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 30
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132936
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.