24.7.2021 | 21:25
Afi hefði orðið 105 ára í dag. Hann þjónaði samfélaginu alla ævi, en vélarnar sem hann sérsmíðaði hefðu átt að lenda á söfnum, en gerðu það því miður ekki.
Í dag, 24. júlí 2021 hefði Jón afi orðið 105 ára hefði hann lifað, en hann dó á 99. aldursári fyrir nokkrum árum. Ekki er úr vegi að minnast hans, enda á hann það alveg skilið. Fyrir mér var hann ímynd góðra sjálfstæðismanna, hann byggði húsið sitt, var arkitekt að því og gat verið múrari, pípari og margt annað, fyrir utan að vera lærður vélvirki.
Fyrir mér var hann einnig ímynd hins sannkristna manns, auk þess sem hann var snillingur og smíðaði ýmis tæki sem voru einstök í veröldinni, eins og stærstu kappaskurðavél í heimi, sem notuð var í yfir 30 ár. Þessa vél smíðaði hann við frekar léleg skilyrði, inni á loftinu, á eftri hæð íbúðarhússins að Digranesheiði 8, og þurfti að draga járnbúta á lítilli trillu inn og út á brú sem lá að efri hæðinni, og þar var hann með rennibekk, risastóra sérsmíðaða borvél og margt fleira.
Nú er búið að rífa þetta hús og verkstæðið, það var gert í maí á þessu ári, og hafði Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi engan áhuga á að varðveita elzta verkstæðið í Kópavogi og vélarnar í því, nema örfáar, og ekki þær merkilegustu. Einnig er búið að fleygja kappaskurðavélinni, því miður. Þar fóru ómetanleg menningarverðmæti til spillis.
Menning er meira en bókmennt eða snobblistir. Verkmenning er einnig dýrmæt. Segja má að þarna hafi ómetanleg verðmæti farið til spillis, því hvar læra börnin hvernig hægt er að búa til svona sérstakar vélar af eigin hugviti ef ekki þar sem þær eru?
Það er kerfisbundið verið að þurrka út sögu aldanna og karlmenninguna eins og hún leggur sig. Í staðinn kemur dofin kvennamenning sem er aðeins svefnmenning þar til útlend menning flezt yfir allt og drekkir þeim menjum sem eftir eru nema einhverju sáraeinföldu sem sljóir unglingar tileinka sér, sem verður sameiginlegt öllum löndum og þjóðum, lægsti samnefnarinn er mjög lágur.
Í uppreisnargirni minni á unglingsárunum varð ég heiðingi sem svar við þeirri hörðu bókstafskristni sem ég ólst upp við hjá afa og ömmu, en þó er ég enn í Þjóðkirkjunni og kann vel að meta ýmislegt þar.
Því miður var það innprentað í afa að peningasöfnun væri syndsamleg. Fyrstu hjúskaparárin voru líka erfið því þá var verðlagið allt öðruvísi, höft í öllu þjóðfélaginu og launin lág.
Mamma fékk lán hjá honum í gegnum tíðina og ekki allt verið borgað til baka. Auk þess tók hún þá feðga oft úr vinnunni marga klukkutíma á dag með því að vera alltaf að hringja og biðja um að sækja sig og keyra sig hingað og þangað. Þeir kunnu ekki að neita.
Aðal vandamálið við afa að hann var of góður við alla og uppskar því ekki það sem honum bar.
Á meðan hann var á lífi sá hann alltaf um að reksturinn væri ekki skuldugur, enda varð verkstæðið aldrei gjaldþrota á þessum 70 árum sem það var opið, frá 1950 til 2020. Reyndar var afi farinn að taka að sér verkefni strax 1947, og þá í timburskúr sem var þar sem verkstæðið var reist síðar, 1955. Þá var hann búinn að kaupa lóðina og byrjaður að byggja.
Síðan gerðist það 2019 að eignin var sett viljandi í gjaldþrot af systkinum mömmu, til að losna undan því þrátefli að hún ein vildi ekki selja þrátt fyrir að hafa ekki efni á að kaupa systkinin út. Þetta er galli við erfðalög sem þarf að athuga betur.
Ég var að lesa pistil í dag eftir Magnús Sigurðsson þar sem Guðmundur Ásgeirsson kemur inn á nauðungarsölur í svari til hans, en hann vinnur fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Ekki veit ég hvort Hagsmunasamtök heimilanna hefðu getað hjálpað okkur, en þrátt fyrir að systkinin hafi tekizt á í gegnum lögfræðinga gekk hvorki né rak þar til þau ákváðu að bola systur sinni út með þessum brögðum - nauðungarsölu - og var það leiðindamál.
Afi vildi selja eignina árið 1993 en þá gekk það ekki. Þá hafði bærinn ekki áhuga á að kaupa, en á meðan var gífurleg uppbygging allt í kringum okkur nógilegt ódýrt lóðaframboð þar sem þetta voru villt víðerni að mestu og Smárahverfið að verða til smám saman, að mestu þó árin á eftir.
Það getur verið mjög dýrt að kunna ekki að segja nei. Þetta lærði afi aldrei, en hann var auðvitað vel liðinn af öllum, en hann hafði engan áhuga á að kynnast áhrifafólki eða koma sér í klíkur. Hann átti það bara skilið að hans væri minnst, og þarna hefði átt að búa til safn, verkmenntasafn, með því að gera upp verkstæðið og starfrækja sem safn um verkmenntir í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er gallinn við konur, kassahugsun, ekki kjarkur til að taka persónulega á málunum eða meta annað en kvennamenninguna og útlendu menninguna.
Ég fór á Þjóðminjasafnið og Minjastofnun til að vekja athygli á þessu, en þar var þessu tekið á snobbháttinn, saga þessara bygginga þótti ekki nógu merkileg þar sem hann hafði teiknað húsin sjálfur og reist þau en enginn frægur snobbarkitekt.
Hvernig er það, kunna Íslendingar yfirleitt ekkert að hugsa út fyrir kassann?
Ég hef skrifað sögu ömmu og afa, en hef ekki reynt að leita að útgefendum. Ég held að slík bók eigi alveg erindi til margra, bók sem lýsir því hvernig tíðarandinn hefur breyzt. Í gegnum sögurnar frá mér eldra fólki tókst mér að búa til heildstæðar lýsingar á þessum löngu liðnu áratugum, vona ég.
Því miður er ég hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að herma eftir Degi B. Eggertssyni, Samfylkingunni og þeirra vinnubrögðum. Markmiðið virðist vera að reisa háhýsi, kommúnismi, jöfnuður, ekki frjálst framtak einstaklinganna eða mismunandi mannlíf.
Ég lærði það af afa og ömmu að stefna Sjálfstæðisflokksins þarf ekki að vera kapítalismi heldur "bandaríski draumurinn" og þjóðerniskennd, en samt kristileg siðfræði.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 78
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 762
- Frá upphafi: 129877
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 581
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 64
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ingólfur, þó þú hefðir um leið mátt koma inná fyrr tíma hlutverk alþýðukvenna til menningarinnar, sem var ekkert smáræði áður en menntastofnanir á við leikskóla komu til. Haltu arfleið ömmu þinnar og afa á lofti.
Ég hef ekki trú á að HH hefði bjargað nokkru, það var alltaf máttlaust apparat eftir að það heyktist á að standa með greiðsluverkfalli almennings í hruninu, þegar menningarsnauðir auðrónar hirtu það sem þeim þóknaðist. Nú er þau samtök orðin pikkföst í ólögum kerfisins.
Magnús Sigurðsson, 25.7.2021 kl. 06:41
Það eru orð að sönnu Magnús. Já og fyrst þú minnist á alþýðukonurnar á Íslandi, þær mætti alveg fjalla um seinna í nýjum pistli eða pistlum.
Allt þetta sem ég lýsti sem afrekum afa hefði hann ekki unnið ef þau hefðu ekki verið samrýmd. Eins var það merkilegt að ég kynntist mörgum konum af kynslóð ömmu sem voru kvenréttindakonur í eðli sínu þótt þær ynnu á heimilinu eingöngu. Þær höfðu skoðanir á öllu og hvöttu börnin sín í ólíkar áttir. Amma mín Fanney af föðurættinni var mikill kvenskörungur og jafnaðarmanneskja, en hún tók ekki við búðinni hans afa míns í föðurættinni fyrr en eftir að hann dó. Hún þótti kvenréttindafyrirmynd, þannig að þetta er merkilegt hvernig mannlífið var í þá daga.
Takk fyrir gott svar.
Ingólfur Sigurðsson, 25.7.2021 kl. 13:40
Þegar hjón eru samrýmd vinnu þau kraftaverk og það er leitun að karlmönnum sem hafa áorkað einhverju merkilegu kvenmannslausir, það sama á við karlmannslausar konur.
Það er seinni tíma tilbúningur að konur hafi verið annarflokks, þær ólu okkur upp, þær stýrðu heimilinu og því sem þær vildu.
Það hafa sennilega fundist fleiri ríkmannleg kvenkuml frá söguöld á Íslandi en karlkuml, svo mikils var hún virt.
Magnús Sigurðsson, 25.7.2021 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.