19.7.2021 | 20:45
Merkilegt fólk í moldarkofunum (ljóð)
Það er sama hversu mörgum kornum er safnað,
kóngurinn er látinn,
og tilraunir duga ekki lengur.
Stórmenni, smámenni, lækjarsprænur.
Góður var sá siður
sem gat af sér sveigjanlegt, gott fólk.
Nú er það á yfirborðinu.
Ef óttinn eitrar kjarnann
þau spýta því út.
Eplið þurfti samt ekki að vera slík synd.
Eyru sem ekki heyra.
Augu sem ekki sjá.
Skelfingin lamar, stirfir,
ef þú veizt að það er ekki á þínu valdi
hvort sem er.
Er hægt að láta það rætast
þrátt fyrir ófullkomnar aðstæður?
Þannig byrjaði annað
fyrir löngu.
Merkilegt fólk
í moldarkofunum,
það lagði grunninn
sem nútíminn stendur á.
Fyrr eða síðar
verða kornin of mörg.
6. september 2015.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 611
- Frá upphafi: 133082
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.