Er þetta ný Covid-19 bylgja og samt um 90% þjóðarinnar bólusett? Hvernig má það vera?

9 manns fundust með veiruna í gær. Stundum eftir helgar finnast fleiri með veiruna þegar allt fer á fullt í skimunum, þannig að eins og Þórólfur segir, þetta minnir á fyrri bylgjur.

Frakkar mótmæla bóluefnavegabréfi og helsprautaðar þjóðir sýkjast mest en fátækustu og minnst bólusettu þjóðirnar koma skást út hvað varðar dauðsföll. Margir sérfræðingar víðsvegar um heiminn mæla gegn því að unglingar yngri en 18 ára séu bólusettir, ekki fara Danir eftir því og ýmsir fleiri. Þetta eru skrýtnir tímar, stórfurðulegir.

Sagt var um Bill Gates að hann byggi til tölvur og stýrikerfi sem hann gerði viljandi gölluð svo sífellt þyrfti uppfærslur. Búið var að spá því að hann léki sama leikinn með bóluefnin. Nú er búið að breyta nöfnunum á AstraZeneca og fleiri lyfjum, þau eru svo óvinsæl af ýmsum. Sömu risafyrirtæki setja önnur eða svipuð lyf á markaðinn undir öðrum nöfnum og Bill Gates er eigandi og stjórnandi víðast hvar á bak við tjöldin. Hvað er í gangi? Eru þessar hrikalegu Great Reset spár að rætast? Hvernig væri að það væri rætt opinberlega eins og í Silfri Egils, þegar það byrjar?

Malta, næstum allir þar bólusettir, en smittölur fara beint uppúr rjáfrinu. Það er ekki bara hægt að útskýra þetta eins og Þórólfur gerir, að bóluefnin virki ekki nógu vel. Áður var talið að virknin væri allt að 90% eða meira. Eftiráskýringar og allir í vanda?

Emirates, hvergi fleiri smitaðir, annar hæsti toppur á smittölum frá upphafi faraldursins. Þetta gerist út um allan heim og fólk þarf almennilegar skýringar. Hverju var sprautað í fólk, gerði það gagn eða olli það skaða?

Sú skýring að einhver eða einhverjir, kannski Bill Gates eins og fullyrt hefur verið víða sé að fækka mannkyninu virðist sífellt sennilegri, að einhver stjórni þessu.

Annarsstaðar hefur það sýnt sig að grímunotkun dregur ekki úr smiti.

Aðeins eitt virkar: Einangrun, eins og gert hefur verið á Íslandi, að fólk loki sig inni og hafi sem minnst samskipti við aðra. Þetta er hryllileg heimssýn, og enn og aftur spyr maður sig að því: Hver ber ábyrgðina á þessu? Stórt ríki eins og Kína eða spilltir einstaklingar innan ríkjanna og landanna, valdahreyfingar, hryðjuverkahópar?

Nú fer þetta einnig að verða spurning um efnahagsáhrif á heimsvísu. Ef aftur á að taka upp lokanir og hversu lengi, hvernig verða efnahagshorfurnar þá?

Já, eins og sagt hefur verið, seinni heimsstyrjöldin fer að blikna í samanburði við þetta og fleiri styrjaldir.

Samt er hægt að vona að smittölum fækki, að bóluefnin fari að virka, eins og Þórólfur hefur trú á að gerist og fleiri. Það kemur í ljós eftir helgina og á næstu dögum hvort smitum fari fækkandi eða ekki.


mbl.is Níu innanlandssmit og öll utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er "Great Reset"? Hef séð marga nefna það í skrifum sínum en enginn þeirra hefur útskýrt hvað það er. Er þetta einhverskonar "fjólubláa hjartað" flökkusaga?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2021 kl. 15:27

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

The Great Reset eru tvö ekki óskyld fyrirbæri.

 

A) Fundur sem var haldinn í júní 2020 af World Economic Forum og átti að taka á Covid-19 vandanum. Mikið var þar fjallað um loftslagsmarkmið og slíkt. Jóhann Elíasson hér á blogginu er kannski manna fróðastur um þetta af bloggurum, og Tómas Ibsen Halldórsson. Þeir hafa vitnað í bækur um þetta.

B) Samsæriskenning um tilraunir ríkra manna til að ná heimsyfirráðum með Covid-19 og einhverju öðru, ég hef bara lesið upp og ofan um þetta á netsíðum. 

Þetta tvennt skarast þar sem Qanon, Trumpistar og fleiri saka Klaus Schwab og fleiri um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, að umhverfisáróðurinn sé þvættingur. Ég geng ekki svo langt en mér finnst The Great Reset sennileg samsæriskenning. 

Í fyrsta lagi hefur orðræða vinstrimanna verið svona áratugum saman að það þurfi að "breyta um hugarfar" - og the Great Reset merkir auðvitað endurræsingin mikla - sem er ýkt útfærsla á þeirri klisju. Að það þurfi að breyta um hugarfar í einhverjum málum, það má til sanns vegar færa, en hvernig er það gert? Hvað á fólk við sem segir það nákvæmlega?

Það er einnig uggvænlegt að hópur eins og WEF noti svona hugtak, sem er róttækt, eins og maður endurræsir tölvu með því að slökkva á henni. 

Annars get ég ekki svarað þessu betur. Gróusögur eru í gangi, bækur eru vissulega til um þetta (á ensku).

Ég hef grun um að eitthvað sé til í þessu. 

Ingólfur Sigurðsson, 18.7.2021 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott og vel en hver er tilgangurinn eða markmiðið? Ég hef aldrei séð það koma fram í skrifum neinna sem fjalla um þetta fyrirbæri eða vísa til þess.

Flestar svona kenningar falla á því að þær snúast um að ill öfl bruggi launráð um eitthvað, án þess að skilgreina hver sé tilgangurinn eða markmiðið með því eða hvernig því skuli náð.

Ef þetta gengur út á að voldugir aðilar séu að reyna að ná auknum völdum, jafnvel heimsyfirráðum, þá er það ekki kenning heldur staðreynd og ekki eitthvað sem var bara ákveðið á einum fundi í fyrra og á að ljúka árið 2023 ef ég skil kenninguna rétt, heldur er slík valdaásækni sífellt í gangi og hefur alltaf verið frá upphafi alþjóðasamskipta og hnattvæðingar. Það er ekki að fara að taka neinn enda árið 2023 og að kenningin haldi slíku fram lítur fyrir mér frekar út eins og hún sé villuljós til þess falið að afveigaleiða ginkeypta.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2021 kl. 20:11

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef ég hef skilið þetta rétt er þessi Great Reset samsæriskenning regnhlífakenning fyrir margar kenningar eða útgáfur af gruninum um plott á bakvið tjöldin. 

 

Það er rétt hjá þér að valdafíknin og valdasæknin er staðreynd, menn nota tækifæri sem bjóðast og búa til tækifæri til að fá meiri völd. Það er ekkert nýtt. 

 

Vandinn er sá við þessa umræðu um The Great Reset að þetta er orðin svo flókin og fjölskrúðug samsæriskenning, einn meinar eitt og annar eitthvað allt annað, menn vísa í ólíkar vefsíður. 

 

Svar þitt bendir til að þú sért að vísa í þessa áætlun um að prófanir verði búnar og efnahagur heimsins kominn í lag árið 2023. 

 

Ég held að það sé rétt hjá þér að slík áætlun sé hæpin.

 

En þegar þú segir að kenningin sé villuljós til að afvegaleiða ginkeypta er spurning hvaða útgáfu af þessari flóru í kringum Great Reset þú átt við. 

 

En þú viðurkennir að það er staðreynd að voldugir aðilar reyna að ná auknum völdum, þannig að það getur verið að einhver sannleikur sé í þessu, en ekki er gott að vita nákvæmlega hvað.

 

Það er margt sem mér finnst styðja grunsemdir um spillingu.

 

Stríðið um forsetastólinn núna síðast var óvenju hart. Hugmyndirnar voru mjög harðar og ýktar margar. 

 

Mér finnst ekki vera búið að rökstyðja það nægilega vel af hverju vefsíðum var lokað í stórum stíl. Trumpistarnir urðu fyrir barðinu á þeirri ritskoðun. Árásin á þinghúsið (eða mótmæli) voru notuð sem afsökun. Margt í sambandi við þann atburð var undarlegt. Löggæzlan var léleg miðað við það sem hefði átt að vera. Búið var að tilkynna um mótmæli fyrirfram. 

 

Þessir atburðir í fyrra eru á heimsmælikvarða, heimsfaraldurinn, baráttan í kringum Trump. 

 

Joe Biden hefur viðurkennt að vísindamenn hafa sýnt fram á næstum sönnun þess að veiran sé manngerð. Þegar allt kemur til alls eru líkur á einhverskonar samsæri í þessu meiri en 50%. Það er skelfileg staðhæfing en trúverðug.

 

Vandinn er sá að ekki er nákvæmlega hægt að benda á hvað gerðist og hvað er í gangi. 

 

Löngu fyrir 2020 var Bill Gates umdeildur. Það er því grunsamlegt að hann skuli eiga stóran hlut í lyfjafyrirtækjunum sem græða. 

 

Millifærsla á gríðarlegum auðæfum getur verið þjófnaður (undir formerkjum viðskipta og fyrirtækjagróða) þótt ekki sé búið að koma slíku í réttarsali. Til dæmis ef þetta sannast að hann hafi búið til gallaðar tölvur og hugbúnað viljandi, slíkt myndi teljast glæpsamlegt athæfi, hvað þá þetta með bólusetningarnar. Það hlýtur að vera saknæmt að blekkja fólk og græða milljarða á því. 

 

Svo er það staðreyndin að þessir menn ráða yfir lögfræðingum og hafa völd sem verja þá umfram aðra. Því er ekki allt sem sýnist.

 

Markmiðið með The Great Reset gæti verið að fækka fólki, ef það er hugsjón sem einhver elíta trúir á, og svo að drottna yfir restinni af mannkyninu, í orwellskri framtíð, þar sem örfáir ráða yfir tækni og afgangurinn er svo háður elítunni að öllu leyti. 

 

Við erum í rauninni ekki svo órafjarri þessum veruleika og nálgumst hann. Þess vegna er skárra að hafa forseta eins og Trump sem er tortrygginn en forseta eins og Biden sem er ginkeyptur fyrir valdi ofurfyrirtækjanna. 

Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2021 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 669
  • Frá upphafi: 127296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband