"Leiðtogi Hong-Kong vill fylgjast náið með unglingum" er áhugaverð frétt í DV.

Eins og menn vita hefur nú kommúnisminn innreið sína af fullum þunga mest undir öðrum nöfnum, og vestræn nöfn á stjórnmálaflokkum fela inntakið oft. Ný öryggislög í Hong Kong eru dæmi um þetta, og kvenmaður, Carrie Lam, sem er leiðtogi þeirrar stjórnar vill fylgjast náið með unglingum, og segir að ekki megi leyfa "ólöglegum hugmyndum að ná til almennings í gegnum menntun, listir og menningu".

Femínisminn er eitt jákvæðasta orðið yfir kommúnisma í hugum nútímafólks sem lætur blekkjast af yfirborði hlutanna. Hinar "ólöglegu hugmyndir" eru feðraveldishugmyndir samkvæmt femínismanum. Allt fellur þetta í sama farveginn, í okkar heimshluta eru bara notuð önnur orð yfir kommúnismann og honum lætt inn bakdyramegin í menningunni, fyrst lýðræðishefðin er óþægilega sterk hjá okkur, að þeirra áliti sem skipuleggja þetta allt og snúa hugtökunum á hvolf.

Að sjálfsögðu er fylgst náið með öllum á okkar landi líka, í Evrópu, alls staðar þar sem fyrrum ríkti frelsi. Þetta er gert með tækninni, og félagslegri útskúfun ef fólk fylgir ekki nákvæmri, jafnaðarfasískri línu. Sama og í Hong Kong, bara önnur nöfn og aðeins meiri blekkingaleikur og yfirvarp.

Hversu margir hafa misst vinnu, mannorð, atvinnumöguleika, maka, vináttumöguleika eða ástarsambandamöguleika vegna níðs sem leyft er eða leyfilegs fasisma undir rétttrúnaðarnöfnum?

Á sama tíma hækkar kaupmátturinn til að fólk sætti sig við þetta, kaupmátturinn hækkar hjá öllum nema þeim lægstlaunuðustu, það er að segja. Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og sumir aðrir minnihlutahópar eru svo félagslega lágt settir að á þá er ekki hlustað, og hægt að traðka á þeim auðveldlega. Þetta eru hin fullkomnu skilyrði fyrir alræði að komast á, 1984 Big Brother, George Orwell, með öllum tækninýjungunum.

Gott er að eiga segulbandsspólur og snældutæki. Ég tók upp síðustu áramótaspá hjá Útvarpi Sögu og var að hlusta á þáttinn nýlega, þar sem Guðrún Ívarsdóttir miðill spáði fyrir um þetta ár. Þar kemur margt merkilegt fram og í sambandi við Covid-19 ýmislegt sem hægt er að ræða um betur.

Hún sagði í spánni að Hálendisþjóðgarðsmálið yrði ekki samþykkt og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi þar spyrna við fótum. Það var rétt hjá henni að þetta var ekki samþykkt á þessu kjörtímabili, hvað sem síðar verður.

En það langmerkilegasta í spánni hjá henni var þó það að hún sagði að um mitt þetta ár kæmist aftur líf í ferðaþjónustuna sem er rétt, og svo að veiran hafi verið búin til af mönnum, og sagði hún Kínverja vera að ná heimsyfirráðum, og væri veiran liður í því, og lét í það skína að Kínverjar hefðu fundið hana út og sent útí andrúmsloftið. Ekkert af þessu er hægt að afsanna og rannsókn Bidens bendir til að þetta sé svona, eða að þetta geti verið svona.

Rannsóknir á veirunni sjálfri hafa vissulega leitt í ljós að hún er ónáttúruleg, með eiginleika sem ekki finnast í náttúrunni, verða bara til við samsetningu margra veira á rannsóknastofum. Þá er bara eftir að komast að því hvaða aðilar eru sekir um þessa gríðarlegu sýklavopnaárás á alla heimsbyggðina.

Þótt ekki hafi allt ræzt hjá henni eru þetta stórmerkilegar fréttir sem heimsbyggðin er að átta sig á núna smátt og smátt. Í kjölfarið hljóta að koma kröfur um að allt verði rannsakað, öllum steinum velt við og allur sannleikurinn komi í ljós.

Kommúnisminn er ógn heimsbyggðarinnar. Getur verið að sprauturnar hafi verið liður í því að stjórna fólki andlega, láta það kjósa Sósíalistaflokk Gunnars Smára og slíka flokka? Já, svo sannarlega. Geimverurnar sem eru að ráðast á okkur vita hvað þær eru að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 132206

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 372
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband