Þessi mál hafa færzt í þessa átt smám saman í áranna rás, að ásökun jafngildir sakfellingu. Hvert ár færir okkur meiri reiði í garð karla, meira af Metoo og femínisma. Sem mótvægi við konurnar sem urðu fyrir ofbeldi í fortíðinni kannski, sem aldrei var hlustað á nema í litlum hópi vinkvenna eða vina. Þar með er réttarríkið ónýtt. Í síðustu færslu minni um þetta mál stóðu tölurnar þannig samkvæmt annarri frétt DV að fleiri vildu heyra hann syngja. Ég tók það fram að það gæti breyzt. Það er vegna þess að þetta hefur gerzt áður. Konur stjórna stilliaflinu, sérstaklega ungar stúlkur. Sá sem stjórnar þeim stjórnar heiminum.
Ennþá er ekkert sannað, en samt fer þetta svona að hann verður fyrir gríðarlegum skaða. Meiðyrðamál meintra gerenda hafa unnizt af minna tilefni. Það er samt slæmt fyrir réttarkerfið ef dómstólar eru farnir að þróast í samræmi við kjaftasögur.
Þegar svona mál koma upp reglulega, núorðið í hverri viku eða hverjum mánuði, þá vaknar spurningin í sál hvers mann: Viltu bæta á þá kúgun sem konur hafa orðið fyrir í gegnum tíðina með því að leyfa hugsanlegum fanti af (fyrrverandi) valdakyninu að njóta vafans? Svo kemur hin spurningin: Viltu brjóta þær reglur að allir séu saklausir þar til sekt er sönnuð fyrir dómstólum?
Þetta eru erfiðar spurningar. Við lifum á femínískum tímum og því er skiljanlegt að þróunin sé í þá átt að dómstóll götunnar ráði. Samt getur sá dómstóll gert hræðilega hluti. Þjóðin er að feta villimannlega braut, réttarkerfið í klessu, lýðræðið í klessu.
Þegar þessi Metoobylting hjaðnar vaknar bara spurningin hvað næst? Þegar búið verður að sópa burt helling af vinsælum söngvurum, hvað verður gert næst? Við sigrum tæplega óttann svona í brjósti karla eða kvenna. Mannlegt eðli verður áfram samt við sig. Við bælum málin svolítið meira, ýtum þeim undir yfirborðið, en þetta er tæplega sigur réttlætisins, nema á yfirborðinu.
Borgarastyrjaldir valda gríðarlegum skaða. Bezt að átta sig á því. Þær minna á heimsstyrjaldir því þær eru svo grunntækar, þær fara inn að innsta kjarna mannverunnar, samskiptunum sem allir þurfa á að halda, traustinu, óttinn getur vaxið en ekki minnkað í samfélaginu í heild.
Staðreyndin er sú að kvíðaröskun og andlegir erfiðleikar eru að þjaka gríðarlega marga. Metoobylgjurnar eru sennilega birtingarmynd vandamáls samfélags sem er í krísu en ekki síðasta svarið við réttlæti og óréttlæti.
Er þá ekki bara hagstæðara fyrir stráka og karla að fara útá glæpabrautina strax, ef þeir eru dæmdir fyrirfram? Það verður fróðlegt að sjá hvernig samfélagið þróast á næstu árum.
Íslenzkt samfélag er að molna og hrynja innanfrá. Það er tæplega að bæta sig. Kirkjan var stoðin og styttan, hún var samfélagslímið. Ætlar fólk að hafa kvenrembugoðið sem hið nýja viðmið? Hvaða andlit hefur þetta kvenréttindagoð?
Færri styðja Ingó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.