Stalín, Lenín, Trottský og Marx, eða bara hvernig byltingar geta gengið fyrir sig.

Byltingar geta verið bæði vinstribyltingar og hægribyltingar. Ég tel nazismann hafa verið hægribyltingu og að fólkið hafi viljað þetta. Hægt er að tala um sex skeið byltinga og hugmyndafræðiskeið. Fyrst er heimspekilega skeiðið, þegar þörfin fyrir byltingu er útskýrð og sett fram fræðilega, annað skeiðið er svo kynningin og félagslega hreyfingin, þegar hugmyndirnar eru kynntar og gerðar vinsælar eða ekki, ef það tekst ekki, þriðja skeiðið er svo byltingin sjálf, með ofbeldi eða friðsamleg, þegar því gamla er velt úr sessi, fjórða skeiðið er svo velmegun og aðlögun, valdataka og spilling, þegar status quo kemst á, byltingarhugmyndirnar eru gerðar að normi. Fimmta skeiðið,  er svo hnignunartíminn og ofbeldistíminn. Sjötta og síðasta skeiðið er svo ósigurinn, þegar hugmyndafræðinni er velt úr sessi fyrir aðra, ný bylting er gerð, eða gagnbylting þess gamla sem fyrir var. Í ákveðnum tilfellum, þegar hin sigrandi hreyfing hefur völd og er ekki skoruð á hólm af nægilega sterku valdi heldur hún áfram að vera ríkjandi og við höldum áfram á fjórða skeiðinu en sleppum því fimmta og sjötta.

Marx var maður fyrsta skeiðsins. Hann var heimspekingur kommúnismans.

Lenín var maður fyrsta, annars og þriðja skeiðsins. Hann sameinaði það að vera hugmyndafræðingur, skipuleggjandi og byltingamaður.

Trottský var það líka, nema hann náði eitthvað að lifa það að sjá hugmyndirnar blómstra og verða að veruleika.

Stalín var kommúnisminn holdi klæddur, sá sem sat að krásunum allt til enda, eða næstum því. Komúnisminn var nefnilega dauður þegar hann gaf upp öndina, stirðnaður og fastmótaður í íhaldssamar hefðir. Gorbasjov og fleiri sáu svo um að grafa líkið af kommúnismanum og undirbúa jarðveginn fyrir það nýja.

Það sem er merkilegast við þetta allt saman er sá lærdómur að gripið er til ofbeldis til að viðhalda því sem er hugmyndafræðilega dautt og tapað.

Ef við furðum okkur á því hvers vegna aðrar hugmyndafræðistefnur hreyfast eins og uppvakningar þótt þær séu dauðar, þá er svarið þetta, að gripið er til fasismans þegar allt annað þrýtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 89
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 748
  • Frá upphafi: 127291

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband