5.7.2021 | 00:11
Gunnar Smári vill komast inná þing
Í kvöldfréttum RÚV 4. júlí 2021, í kvöld, fékk Gunnar Smári Egilsson að segja nokkur orð. Ekki lízt mér á að hann útiloki Sjálfstæðisflokkinn eins og Samfylkingin og Píratar, ef hann kemst í að mynda ríkisstjórn, sem auðvitað mjög ólíklegt er, en það er aldrei að vita, aldrei að segja aldrei í pólitíkinni. Úrslit geta komið á óvart.
Annars finnst mér honum hafa farið aftur. Þegar hann var fastagestur Péturs á útvarpi Sögu fyrir nokkrum árum þá hataðist hann jafn mikið útí vinstriflokkana og hægriflokkana og sagði aðeins sinn flokk trúverðugan, Sósíalistaflokkinn. Mér fannst það býsna heiðarlegt og gott af honum að viðurkenna að VG, Samfylking og Píratar eiga margt sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum og fleiri flokkum sem hann telur versta og auðhyggjusinnaðasta.
Speki Gunnars Smára fyrir síðustu kosningar var þannig að vinstriflokkarnir væru hættir að hugsa um alþýðuna. Sagðist hann vera bjargvætturinn í því efni og fylgismenn hans. Annars er það algengt að málflutningur mildist hjá fólki þegar það reynir að mynda kosningabandalög.
Það eru talsvert miklar líkur á að næsta stjórn verði vinstristjórn. Merkileg eru orð ungs stjórnmálafræðings, konu sem vitnað var í nýlega í grein í DV, sem sagði Sósíalistaflokkinn eina flokkinn sem nú býður fram sem notar orðræðu popúlista, ekki Miðflokkurinn hans Sigmundar, þótt óvinir hans fullyrði það.
Ætli unga fólkið hafi spáð í þetta sem nú ætlar að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata, sem mér finnst stundum líka popúlistalegir?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 129956
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.