Táknmál eftir Bob Dylan, túlkun á erindi númer 2.

Eins og fram kom í síðasta pistli fyrir viku um ljóðagerð Dylans og texta hans þá er þetta dularfullur texti. Hann á sér uppruna í tímabili í ævi Dylans þegar hann að vísu samdi talsvert en fæst af því leit dagsins ljós. Kannski var það tæplega eða ekki birtingarhæft ef hann setti það saman til að fá útrás fyrir reiði sína út af sambandsörðugleikum við eiginkonuna sem hann skildi við árið eftir, eða 1977.

Þessi texti er engu að síður kurteislegur og hófstilltur. Hann er auk þess bókmenntalegur þannig að hægt er að nota hann til að brjóta í sundur á bókmenntafræðilegan máta eins og gert er með alvöru ljóð af beztu tegundunum.

 

Svona er þýðingin:

 

"En ég get ekki svarað þér á táknmáli þínu, þú notar það þér til hagsbóta (eða þér til framdráttar) og gerir lítið úr mér (auðmýkir mig/skýtur mig niður/fellir mig/gengislækkar mig/sigrar mig/auðmýkir mig/setur þig á háan hest/ferð á bak við mig/blekkir mig). Getur þú ekki sagt neitt orð/búið til nein hljóð?"

 

Það kom fram í síðasta pistli um kvæðið að stóru spurningarnar eru hvaða persónur eru í verkinu. Um hvað fjallar þetta umfram einhverja samskiptaörðugleika sem öllum eru augljósir?

 

Þetta erindi númer tvö svarar ekki þeim spurningum, enn flækist málið, eins og rétt er að segja. Sérstaklega vegna þess að enskan er svo margræð. Til dæmis "to bring someone down", þetta hefur margvíslegar merkingar og merkingablæbrigði eins og ég gef upp í þýðingunni hér fyrir ofan.

 

Einnig kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir að ljóðmælandinn sé að ásaka einstakling í minnihlutahópi um að beita brögðum eða gera lítið úr viðkomandi. Þetta eru því hálfgerðar ýkjur eða þversagnir, eða hvernig svo sem fólk vill túlka þetta, og gerir ljóðið enn dularfyllra fyrir vikið.

 

Minnir kannski örlítið á Fatlafól eftir Megas sem fer inná örlítið svipaðar brautir, en kannski ekki alveg þær sömu samt. Þetta kvæði Dylans er miklu dularfyllra, margræðara og óskiljanlegra, þegar vel er að gætt, en kannski er ekkert í því, hver og einn verður að ákveða um það.

 

Ennþá einusinni fær maður það á tilfinninguna að verkið fjalli ekki um mállausa konu sem tjáir sig með táknmáli og ókunnugan mann sem hittast heldur séu þetta líkingar fyrir eitthvað annað, en hvað er ekki gott að segja til um. Vísbendingar finnast ekki skýrar um það í kvæðinu sjálfu svo fólk verður að gizka hver út af fyrir sig.

 

Það er mjög merkilegt að bera þetta saman við kvæðin á plötunni "Blood On The Tracks" frá 1974, (gefin út 1975 en samin og hljóðrituð 1974). Þau kvæði fjalla eiginlega öll um ásakanir Dylans á hendur eiginkonunni fyrir brigzl og svik í hjónabandinu, eða sársauka sem hann ásakar hana um að valda sér, eða þannig túlka flestir þá plötu, þótt hann hafi afneitað því að hún sé sjálfsævisöguleg.

Í því ljósi eru hér hliðstæður. Í laginu "Idiot Wind" frá 1974 segir hann andardrátt konunnar sinnar (eins og lagið er oft túlkað) heimskulegan andardrátt, eða vind, svo notað sé bókstafleg þýðing og orðalag. Sem sagt, andardrátturinn lýsir heimsku, og er tákn fyrir djöfullegan, satanískan anda sem konan hans er haldin, ef lagið er túlkað þannig.

Sennilega er algengast að þetta kvæði, "Táknmál", sé túlkað á svipaðan hátt, en þó er það ekki algilt. Aðrir lesa út úr því eitthvað allt annað en hjónabandsörðugleikakvæði Dylans.

 

Svo þetta sé orðað öðruvísi þá gæti Dylan verið hér að túlka það sama og fjallað var um í hinni frægu bók:"Konur eru frá Venus en karlar eru frá Marz".

 

Annars er þetta erindi einnig í nútíð eins og boðskapurinn sé að þetta sé alltaf að gerast. Jú, það má til sanns vegar færa, ef verkið fjallar um mismuninn á kynjunum almennt, þau vandamál hafa frekar orðið meira áberandi í tímans rás, með auknum femínisma og slíku.

Þetta erindi bendir á nokkuð sem stundum gleymist, að völd geta verið margvísleg og stöður margvíslegar, opinberar stöður segja ekki allt, málið er flóknara en svo og veruleikinn er flóknari en svo.

 

Einnig minnir þetta erindi á búbblurnar á samfélagsmiðlunum. Þegar ljóðmælandinn segir aðilann sem notar táknmálið fara á bak við sig er hægt að sjá fyrir sér þetta sem er svo algengt, að fólk rottar sig saman og er sammála um einhverja hluti, en svo eru til ótalmargar aðrar túlkanir og skoðanir á sama hlutnum eða fyrirbærinu.

 

Þetta er því mjög samfélagslegt ljóð, og hlutlausara en kvæðin frægu á plötunni "Blood On The Tracks", sem eru í raun og veru viðmiðið þegar öll verk Dylans eru til umfjöllunar, sú hljómplata er tröllaukin að frægð og virðingu sem hans ein albezta plata, og nokkurskonar verk sem greypt er í stein eða marmara sem sígilt verk um mannlegar raunir og tilfinningar.

 

Mýktin í sandinum kemur einnig upp í hugann frá fyrsta erindinu og nornin, ásökunin um að leita til Djöfulsins, að planleggja eitthvað skelfilegt og hafa jafnvel völd til þess, vera studdur af voldugu skrímsli til að geta hrint einhverju voðalegu til framkvæmda, þannig að þung eru sporin og verkið alvarlegt ef nógu djúpt er kafað ofaní það og orðanotkunina stórmerkilega, undir annars rólegu og hefðbundnu yfirborðinu.

 

Í því sambandi verður að minnast á brautina sem Dylan var á og fylgdi, að hann "frelsaðist" 1979, fór að túlka allt samkvæmt Biblíunni, og alveg til ársins 1980 eða 1981, mönnum ber ekki alveg saman um það hvenær hann fór að efast aftur fyrir alvöru.

 

Já, það eru því margir alvarlegir undirtónar í kvæðinu sem ekki allir gægjast uppá yfirborðið, nema að mjög litlu leyti.

 

En spurningin vaknar óhjákvæmilega, hvers vegna leggur hann svona mikla ábyrgð á manneskjuna sem reynir að tjá sig með táknmáli? Er kannski ekkert annað hægt? Hefur hann ekki nokkra minnstu möguleika til að taka á móti boðskapnum sem verið er að reyna að tjá svona en hann skilur ekkert í?

 

Er þetta brýnn boðskapur? Við fáum ekki að vita það. Þetta er leyndardómsfullt allt saman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 789
  • Frá upphafi: 125834

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 567
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband