Rigning talar (ljóð)

Þegar ég var yngri langaði mig að verða frægur poppari. Ég hafði uppgötvað að ég gat spilað á gítar og búið til lög. Ég var að verða 16 ára þegar ég bjó til þennan söng. Þá var amma nýdáin og ég hafði áhuga á tvennu, teiknimyndasögugerð og tónlist en ekki heimanáminu í skólanum.

Ég notaði daglega reynslu mína oft í þessa dægurlagatexta og var ekki búinn að kynnast Megasi. Það gerðist nokkrum árum seinna. Ég var að vinna í unglingavinnunni og það rigndi mikið þetta sumar. Ég var hrifinn af stelpu og samdi oft um hana. Þetta er eitt slíkt kvæði, eða texti. Bróðir hans afa kenndi mér bragfræðireglurnar og mér fannst flottara að fara eftir þeim, því ég hafði lesið kvæði gömlu meistaranna og þau voru þannig.

Við vorum að vinna í rigningunni við að tína rusl þessa daga og það kom niður á kvæðagerðinni að umfjöllunarefnið var stundum dálítið hversdagslegt. Þarna koma fyrir nýyrði eins og "svalaætan" sem er auðvitað rangt, það ætti að vera "svaladrykkjumanneskjan" eða "svalasvelgjarinn", en vegna rímsins er þetta haft svona. Svali í fernum var vinsæll á þessum tíma fyrir okkur á þessum aldri.

RÚV er með þáttaraðir um árin 1985 og 1986. Þetta litla kvæði vekur upp anda þessara ára og minningar um þennan tíma, að minnsta kosti í þessum hópi okkar sem voru í unglingavinnunni einmitt á þessum tíma og munum eftir rigningunni þetta sumar. Sumar líkingarnar í kvæðinu eru bara kjánaskapur og ganga ekki upp, en það skiptir ekki máli, maður var ungur og vildi bara í skyndi búa til söngtexta, þótt margt hefði mátt yrkja betur. Þetta litla kvæði er samt eins og smásaga, býr til stemmningu og tímalýsingu, hvernig þetta var.

 

Rigning er svo raunamædd,

rómantíkin fyllir mig.

Hún er nú við grjótið grædd,

gella hreppir fleiri stig.

Tína ruslið, rigning talar,

reyndar er hún eina glætan

í táraheimi hörðum...

hafna lágum görðum.

Röddin... regn þér svalar...

ratar þú nú svalaætan?

 

Ef ég væri ekki nú

ofsalega skotinn, fljóð

gagnslaus reyndist grátsins brú,

gefa spennu lágstemmd hljóð.

 

Hæst í dönsku, hörkuflott,

húsin rignd og niðurþvæld.

Að finna annan garð er gott,

gellan fýld er, stundum spæld.

 

Hlær samt stundum, brosir breitt,

bara ef ég þyrði smá.

Niðurrignt er lífið leitt,

lofa hana, ætla að fá.

 

Grasið er svo gisið hér,

getur sól ei talað neitt?

Gömul hús sem gubba ber,

grindverk flögnuð, elska heitt.

 

Smiðjuhverfið blautt í blús,

bara gleður silfurrödd.

Álfakroppur ertu fús,

erum við með hlekki stödd?

 

Stundum skreppa skýin frá,

skín þá lítið andartak.

Síðan rignir okkur á

eins og sökkva þurfi bak.

 

Mun ég hreppa mætan feng?

Mestanpart er dagur grár.

Af skoti samt af gleði geng,

grátleg kvöl er þetta ár.

 

Djókið, það er æði allt,

ástin veitir nýja sýn.

Í rigningunni er raunar kalt,

ratar fólk á betra vín?

 

3. júlí 1986.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 787
  • Frá upphafi: 129959

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 596
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband