1.7.2021 | 14:48
Er það lýðræðislegt að halda Svíþjóðardemókrötum utan stjórnmálanna þrátt fyrir sterka stöðu þeirra? Nei.
Það vekur furðu mína að flokkur Löfven sé enn stærstur í Svíþjóð, Sósíaldemókratarnir. Ulf Kristersson þorir ekki að fá Svíþjóðardemókratana inn og reynir frekar að þönglast og þumbast við með emdemis vandræðagangi, skilar umboðinu þannig að Löfven byrjar að reyna að klastra saman enn einni stjórninni án Svíþjóðardemókratanna, þeir eru hunzaðir á þennan ólýðræðislega hátt enn sem fyrr.
Svo er það þetta hugtak, hann segir ekki nægan fjölda þingmanna til að styðja "borgaralega hægriflokka". Þetta hugtak merkir bara kerlingaflokka, framsóknarmafíu sem er opin í báða enda, flokka með engin prinsipp nema halda völdum.
Það kann vel að vera að þessir borgaralegu hægriflokkar hafi haft prinsipp hér einusinni, en það er að minnsta kosti 20 til 30 ár síðan þau fóru að útvatnast svo verulega að þeir urðu óþekkjanlegir og eru í dag það sem Samfylkingin var stofnuð til að vera hér á Íslandi, stórir jafnaðarmannaflokkar með örlitlu kapítalísku ívafi.
Það er glæpamennska að svíkja eigin þjóð, sama hversu miklar samfélagslegar viðurkenningar fylgja þeim svikum. Almenningur sendir frá sér neyðarkall með því að styðja Svíþjóðardemókrata, það neyðarkall segir: Við erum að drukkna í glæpum vegna stefnunnar ykkar. Löfven hlustar ekki frekar en aðrir hefðbundnir vitleysingar og allt er á leiðinni til fjandans.
Hvað er svona erfitt við að skilja við þetta? Almenningur kallar á breytingar en Löfven hlustar ekki.
Auk þess eru Svíþjóðardemókratar ekki almennilegur öfgaflokkur. Hann er miklu nær því sem hægriflokkar voru á blómaskeiði frjálshyggjunnar, frelsisflokkur með þjóðlegu ívafi, en í honum eru ábyggilega margir ágætir öfgamenn sem drífa stefnuna áfram.
Við lifum í kommúnísku samfélagi, jafnaðarfasisminn og femínismafasisminn eru allsráðandi. Alvöru flokkar fá á sig fordæmingu af því að í þeim er eitthvað fólk með kjark.
Skilar umboðinu og viðræður aftur á byrjunarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 38
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 656
- Frá upphafi: 126434
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 478
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.