28.6.2021 | 15:43
Kynjafræði nútímans, kynjarnar miklu.
Skrýtið er að fréttin "Eru karlar og konur ólík?" skuli ekki hafa vakið upp sterkari viðbrögð, eins augljóst og þetta nú er. Þó hafa nokkrir farið að velta fyrir sér kynjafræðinni í kjölfarið.
Annars er þetta orð mjög tvírætt, kynjafræði. Við eigum algengt íslenzkt orð sem eru kynjar í fleirtölu, einkennilegt fyrirbæri, furðufyrirbæri, tengt draumórum og því sem ekki er hluti af veruleikanum og náttúrunni. Kynjafræði þýðir því bæði fræði utan við svið náttúrunnar, furðufræði og furðuvísindi og svo fræði um kynin, samskipti þeirra.
Í upphafi 20. aldarinnar komust nýjar fræðigreinar í sviðsljósið, nutu vinsælda og viðurkenningar, sem nú eru taldar hjáfræði og falsvísindi. Svipfræði voru það og hauskúpufræði, þar sem útlínur svips og hauskúpu áttu að segja til um skapferli viðkomandi og alla eiginleika. Var þetta mælt nákvæmlega með mælitækjum til að fá sem nákvæmastar niðurstöður og réttastar, því ekki mátti skeika um sentimetra hvort viðkomandi mátti teljast æskilegur eða óæskilegur, hættulegur eða ekki.
Kynjafræðin eru svipuð. Þau leitast við að skipta fólki í tvo hópa, góða og slæma. Konur eru fórnarlömb samkvæmt þessum fræðum og karlar gerendur, eða úlfar, en konur sauðir, sem eru veiddir af úlfunum. Ekki er gert ráð fyrir að skapgerðir mismunandi skipti of miklu máli.
Háskólinn tekur þessu opnum örmum. Tízkusveiflur geta leitt mannkynið afvega allsvakalega eins og dæmin sýna úr sögunni. Með því að fá virðulegar viðurkenningar, orður og heiðursmerki er það ranga gert rétt. Enda er það eini tilgangurinn með orðuveitingum og vegtyllum að helga eitthvað sem að öðrum kosti myndi ekki vera hafið til skýjanna.
Almenn dómgreind fer svo í ruslið, henni er breytt. Gæfuleysi mannkynsins og jafnaðarfasistanna felst í því að engin augljós heimsstyrjöld hefur farið fram, þar sem hægt er að telja líkin og benda á aðferðirnar við aftökurnar. Allt fer það fram með "eðlilegum" hætti. Því er sópað undir teppið.
Heimsstyrjöldin er vissulega enn í gangi, þriðja heimsstyrjöldin, stríðið á milli kynjanna. Mannfallið er í þeirri styrjöld meira en í öðrum styrjöldum, því þjóðunum er farið að fækka vegna áhugaleysis á hinu kyninu hjá þeim sem duglegastir eru í þessum stríðsrekstri, við á vesturlöndum, í hinum svonefndu menningarþjóðfélögum.
Rómverska heimsveldið hafði ástæðu til að monta sig af eigin afrekum nokkuð lengi, en ekki varð það eilíft. Í sögubókunum er fjallað um hnignun Rómaveldis. Hvaða mannfélag mun fjalla um hnignun Evrópu?
Eru karlar og konur ólík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 71
- Sl. sólarhring: 190
- Sl. viku: 755
- Frá upphafi: 129870
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.