Börnin þurfa að kynnast gamaldags málfari, hjá öfum, ömmum og í fornum skræðum.

Já, það eru engar ýkjur að íslenzkan er á undanhaldi eins og segir frá í þessari grein. Á sama tíma skrifar Björn Bjarnason prýðilega grein um mikilvægi þess að efla þjóðmenninguna, sem ég tek undir, og flestir hljóta að gera sem eru eldri en tvævetur.

Nú væri menntamálaráðherra hverju sinni í lófa lagið að búa til reglugerðir um nöfn veitingastaða, íslenzkt textað eða talsett barnaefni, sem áður var allsráðandi en hefur eitthvað látið undan síga, harðari reglur í að íslenzka tækniumhverfi síma, tölva og snjalltækja, að matseðlar, tilkynningar og auglýsingar verði helzt sem mest á íslenzku, eins og þessi grein fjallar um að ætti að vera.

Raunar er það svo að ég hef fengið aukinn áhuga á íslenzkunni með tímanum, eftir þrítugt, fertugt. Þegar maður var í skóla fannst manni þungar og vandaðar bókmenntir leiðinlegar. Með auknum þroska skilur maður stílbrigðin sem í þeim finnast, snilldarlegar lýsingarnar og boðskapinn.

Í raun er menningin að fletjast út með því að fara á netið og í snjalltækin. Aldrei eru allar bækur settar þangað. Sem sagt, allir vita grunnatriðin sem eru aðgengileg á netinu, en færri kynna sér sjaldgæfu bækurnar vandlega.

Börn og unglingar eru þannig, kynna sér hlutina á yfirborðinu, og eru vel að sér í enskunni. Í raun er það skylda foreldranna að kenna börnunum að nota tímann í lestur gamalla bókmennta með zetu og je-stafsetningu, slíkar bækur ættu að vera til á öllum heimilum, með fornfálegri setningaskipan, sjaldgæfum orðum og þannig íslenzku sem þroskar málvitundina og býr til samhengi í þróun íslenzkunnar.

Íslenzkan þarf ekki að vera á undanhaldi. Um 1990 var sett af stað svokallað "málræktarátak". Slíkt er hægt að gera aftur. Metnaður er allt sem þarf, og að fara útí þetta verkefni.


mbl.is Íslenskan er á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 132840

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband