Hvorum aðilanum á að standa með?

Það er dapurlegt þegar stríð eru einu lausnirnar. Ég reyni alltaf að skipta um skoðun þegar mér finnst ástæða til og taka sjálfstæða afstöðu.

Ég hef áður hér á blogginu lýst því yfir að ég hafi ánetjazt andgyðinglega áróðrinum í RÚV, og stuðningnum við Palestínu, en þetta er auðvitað ekki svo einfalt.

Palestínumenn og múslimar eru margir engir englar. Þess vegna má vel vera að umfjöllun RÚV og víðar um að þeir séu fórnarlömbin í þessum átökum sé röng.

Ég er mikill þjóðernissinni hvað okkur Íslendinga varðar. Ef ég heimfæri dæmið um átök múslima og gyðinga í Ísrael uppá okkar land þá skil ég að þeim er það heilagt þegar þeir trúa því að guð hafi ætlað þeim þetta land. Unga fólkið á okkar landi ætti að vera stoltara af Íslandi og líta á það sem sitt fyrirheitna land.

"Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá", sagði Kristur. Bezta fólkið sem ég hef kynnzt er eða var kristinnar trúar, eins og til dæmis amma og afi sem reyndust mér svo vel. Það finnst mér góð meðmæli með kristninni.

En í sambandi við Palestínu og Ísrael, þessa gömlu deilu má segja að gyðingum hafi mun betur tekizt að samlagast vestrænni menningu eftir seinni heimsstyrjöldina en múslimum. Það sér maður til dæmis þegar maður horfir á Júróvisjónkeppnina.

Af sögu gyðinga getum við lært það að ofsóknir brjóta þjóðir ekki endilega niður, þær geta þjappað fólki saman og gert það trúarheitara. Þær ofsóknir sem gyðingar hafa mátt þola byrjuðu ekki í seinni heimsstyrjöldinni. Kristnir menn ofsóttu þá líka í gegnum aldirnar og aðrir.


mbl.is Ísraelar varpa sprengjum á Gaza-svæðið að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 89
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 560
  • Frá upphafi: 132635

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband