Blásið af vindinum burt eftir Bob Dylan, túlkun á öðru erindinu.

Þá er komið að því að túlka annað erindi þessa fræga kvæðis eftir Dylan. Það er gott sýnidæmi fyrir skáld sem vilja læra almennt ljóðmál og líkingamál, enda Dylan meistari í því.  Auk þess er þetta mjög sögulegur texti, því hann útskýrir málflutning og hugarheim mannréttindasinna og vinstrimanna mjög vel, því úr þessum jarðvegi er þeirra barátta sprottin. Sumir segja að Dylan hafi aðeins sett á sig þetta gervi til að ná hylli fjöldans og verða vinsæll, og það kann vel að vera. Hann hefur verið nefndur kamelljón, eða maðurinn með þúsund andlitin, sá sem alltaf skiptir um skoðun eða sýnir á sér nýtt andlit, nýja hlið.

 

Svona er þýðingin:

 

"Já og hversu mörg ár verður eitt fjall að vera til áður en það hefur þvegizt niður til sjávar? Já og hversu mörg ár getur sumt fólk að vera til áður en því er leyft að vera frjálst? Já og hversu mörgum sinnum getur maður litið um öxl og þózt í hvert skipti ekkert sjá? Svarinu vinur minn er blásið af vindinum burt. Svarinu er blásið af vindinum burt."

 

Flest í þessu er skýrt og greinilegt en ágætt að skoða ýmsa túlkunarmöguleika.

 

Hvað merkir fjall í þessu kvæði? Bob Dylan ólst upp við gyðingdóm í sinni bernsku, fæddist inn í hann og átti ætt til, og við sem erum í Þjóðkirkjunni þekkjum Gamla testamentið nokkuð vel eða ólumst upp við sögurnar úr því. Ég held að hann hafi verið að nota sama tákn og notað er í Biblíunni, þegar Guð stendur á fjalli eða Kristur, og fjallið er tákn um valdið á sama hátt og Guð eða Kristur. Sá sem stendur á fjalli er yfir aðra hafinn.

Á sama hátt voru guðir Grikkja taldir eiga bústaði í fjöllum sumir, og austrænir guðir, eins og í Tíbet til dæmis. Þetta er því ævafornt tákn fyrir guðdóm og trúarbrögð, fjöll.

Þess vegna er hægt að túlka þetta þannig að hann sé að spyrja hvenær trúarbrögðin deyi út. Ungir menn eru stundum meira uppreisnarfólk en þeir sem eldri eru, og það passar, þarna var hann um tvítugt, en kristnaðist þegar hann var að nálgast fertugt.

Þegar hann orti þetta hefur honum kannski fundizt sem trúarbrögðin hefðu gert meira ógagn en gagn út af öllum trúarbragðastríðunum og deilunum, en hann var mikill friðarsinni á þessu tíma.

Hinar línurnar eru enn auðskýrðari. Þær liggja ljósar fyrir. Þegar hann spyr hversu mörg ár fólk getur verið til án frelsis hlýtur hann að hafa í huga fólk sem var og er fangelsað af pólitískum ástæðum. Þó má einnig túlka þetta sem andlegt frelsi, kjark til að segja sínar skoðanir, kúgunarþjóðfélög eins og okkar, sem á yfirborðinu á að heita lýðræðisþjóðfélag en er það ekki.

Næst koma línurnar um fólkið sem horfir til baka og þykist ekkert sjá. Þá er hann að gagnrýna fólk sem lærir ekkert af sögunni, og á það um marga. Bæði er hægt að læra af eigin sögu og almennri sögu. Fólk dregur mismunandi ályktanir af eigin lífsreynslu, og hann er kannski að gagnrýna einnig þá sem ekki læra nóg af eigin lífsreynslu.

Svona mikil kvæði má túlka á margvíslegan hátt.

Reyndar gleymdi ég að taka það fram að bein þýðing á viðlaginu er "Svarið vinur minn blæs í vindinum". Söngkona ein leiðrétti textann og söng "The answer is blown in the wind", sem er málfarslega réttara. Svarið er blásið í vindinum, horfið í þeirri merkingu. Dylan hefur kannski notað lýsingarháttinn til að tjá enn meiri óvissu og að heimskan breytist ekki heldur heldur áfram inní framtíðina.

Margt bendir til þess að Dylan hafi sett saman lagið og textann í flýti. Engu að síður hefur hann lýst því í viðtölum á þótt það taki hann ekki langan tíma að pára niður söngtextana sína hafi hann oft velt þeim fyrir sér mjög lengi áður en hann loksins skrifar þá niður. Svo er hann alltaf að gera leiðréttingar og umbreytingar á þeim, jafnvel eftir að þeir hafa verið sungnir inn á plötur eða diska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 54
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 468
  • Frá upphafi: 132525

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband