Þórdís Elfa femínisti skrifar og talar með valdboðslegum hætti. Enda er það kennt í kynjafræðinni sem orðin er skyldufag sumsstaðar og næstum því skyldufag annarsstaðar. Ég geri það líka enda hef ég lært að ekkert annað dugar til að standa gegn yfirganginum og tjá sig í heimi sem orðinn er sífellt meira þannig.
Ég hef ýmislegt útá málflutning hennar að setja bæði innihaldslega og tjáningarfræðilega, hvað varðar rétta notkun orða.
Í fyrsta lagi skrifar hún: "Sá misskilningur að karlar (eða bara fólk almennt) eigi rétt á kynlífi er undirstaðan í því sem kallast nauðgunarmenning, þ.e.a.s. þeim viðhorfum og fordómum sem réttlæta kynferðisofbeldi, bæði í hjónasænginni, almennt í samfélaginu og á hóruhúsum, eins og þú (beint að Magnúsi Scheving) komst einnig að orði."
Hún hefur orðið "rétt" í gæsalöppum sem bendir til þess að hún hafi eitthvað efazt um að hún hafi notað rétt orð í þessu samhengi. Mín máltilfinning sagði mér strax að eitthvað væri bogið við þetta. Ég hef borið þetta undir nokkra og allir eru sammála um að hún meini "eigi heimtingu á", eða "eigi kröfu á". Það er nefnilega grundvallarmunur á þessu.
Það er hægt að orða þetta svona á réttan hátt: Allir eiga rétt á kynlífi en enginn á rétt á nauðgunum. Það er það sem hún er að meina líka en orðalagið mætti vera betra og skýrara.
Ef við tökum þetta bókstaflega sem hún er að skrifa þá má enginn stunda kynlíf, eða hvað? Ef maður á engan rétt á einhverju er það bannað samkvæmt venjulegum skilningi. Ef maður á enga heimtingu á því eða kröfu hins vegar er það eitthvað sem kannski gæti fengizt en það er þá eitthvað sem maður getur ekki heimtað, ekki búizt við að konan sé alltaf tilbúinn í það eða einhver utan heimilisins.
Jafnvel í sjónvarpinu hef ég tekið eftir þessari villu. Þetta nær ekki nokkurri átt. Það getur enginn verið að tala um að banna kynlíf almennt. Bara nota orðið heimting eða krafa í staðinn fyrir réttur og þá er þetta skiljanlegt.
Innihaldslega er hægt að fjalla um þarna margt, en læt það eiga sig að mestu leyti. Mér finnst það undarlegt að tala um nauðgunarmenningu á Íslandi. Hvaða rétt hafa femínistar nú eða heimtingu að fá að skipta sér af einkalífi fólks með þessum hætti? Geta femínistar skilgreint eitthvað lögbrot sem gerist innan veggja heimilisins? Er það vilji þeirra að hjónaskilnaðir verði sem flestir og konur sem óánægðastar?
Þarf að kenna konum að hata karlmenn? Er það göfugt takmark? Þarf að gera þær óánægðar með samskipti sem þær hafa talið eðlileg fram að því?
Engu að síður er líking hennar rétt með ferskvöruna og niðursuðuvöruna. Ég er sammála henni í því að samþykki þurfi í hvert skipti, ekki síður þó áhuga, gagnkvæman áhuga. Hún er að miða við kristilegu skilgreininguna á hjónabandinu eins og hún tíðkaðist í gegnum aldirnar, þegar konur máttu lítið sem ekkert um þetta segja, voru keyptar, eins og orðið brúðkaup gefur til kynna skemmtilega og á lýsandi hátt.
Ég held að hún ætti að átta sig á því að skilgreiningin á ástarsamböndum og hjónaböndum hefur stöðugt verið að breytast þótt lögin hafi tekið minni breytingum, mest núna á allra síðustu árum. Að vissu leyti má segja að hvert einasta par skilgreini ástina og hjónabandið á sinn eigin hátt. Þegar hún talar um úreltar hugmyndir virðist hún vísa í miðaldarhugmyndirnar, þegar konan hafði nákvæmlega engan rétt.
Þennan pistil þarf ekki að hafa lengri. Endalaust er hægt að rífast um þetta eins misjöfn og sjónarmiðin eru.
Það er ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf, Magnús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 39
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 132510
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 350
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér þarf að gæta að orðalagi.
Að eiga rétt á einhverju merkir það sama og að eiga heimtingu á því.
En að hafa rétt til einhvers merkir að manni sé það ekki bannað.
Þórdís Elva talar um "rétt á", ekki "rétt til".
Hún er að andmæla því að einhver einstaklingur geti átt rétt á að annar einstaklingur stundi með honum kynlíf. Og þetta er nú einmitt mergurinn málsins, jafnt í þessu samhengi og almennt: Enginn á réttmæta kröfu til þess að skerða frelsi annarra.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2021 kl. 10:48
Orðið réttur er ofnotað. Ég er að benda á að skýrara er að segja að eiga heimtingu á eða kröfu á heldur en rétt á.
Samkvæmt orðabókinni"Eiga (hafa) rétt til einhvers - njóta réttinda til einhvers. Í orðabókinni frá 1988 er ekki talað um orðtakið "að eiga rétt á einhverju" og þá er það nýrra. Hugmyndir manna um þetta eru á reiki, en óþarfi að skapa misskilning með óljósu orðalagi og röngu.
Þessi munur á "réttur á" og "réttur til" er mjög óskýr.
Hvernig skilur þú ef einhver segir: Það er misskilningur að fólk eigi rétt á að borða eða rétt á mat?
Er ekki þar með verið að segja að fólk eigi ekki almennt rétt á mat og eigi að svelta?
Orðið réttur leiðir strax hugann að réttarkerfinu, boðum og bönnum en ekki orð eins og krafa eða heimting. Sá er munurinn. Síðarnefndu orðin fyrirbyggja misskilning.
Ég er einmitt að segja það sama í þessum pistli, kynlíf byggist ekki á frelsisskerðingu heldur nauðgun.
Fasískir femínistar vilja frelsisskerðingu og hafa komið á frelsisskerðingum. Alræði er þeirra takmark og mannréttindabrot.
Þeirra orðræða snýst um að taka réttindi af borgurum með því að endurskilgreina allt fámennri sérhagsmunaklíku til handa. Valdarán kallað á góðri íslenzku.
Ég segi það aftur skýrt svo þetta sé rétt orðað: Enginn á rétt á nauðgunum, en myndu börn verða til ef enginn ætti rétt á kynlífi? Réttur er það sama og réttindi.
Ingólfur Sigurðsson, 12.6.2021 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.