"Staðan aldrei verri á bráðamóttöku" segir í frétt frá RÚV.

Undarlegt er að svona stórt mál sé ekki víðar í fréttum en á RÚV. Það sem er sérlega merkilegt við þetta er að sífellt er verið að reyna að bæta heilbrigðiskerfið, auka fjárveitingar og slíkt, en það dugar bara ekki til. Eru þetta afleiðingarnar af hættulegum bólusetningum eða hvað? Það kann að vera.

Þetta er í raun áfellisdómur yfir sitjandi ríkisstjórn. Eitthvað hefur brugðizt. Deildin uppfyllir ekki lágmarkskröfur, segir í fréttinni. Þarf frekar vitnanna við að menningin er hrunin? Það heitir helstefna þegar ástandið versnar hvað sem reynt er til að bæta það.

Það er alþekkt að vinstrimenn tala og lofa en hægrimenn láta frekar verkin tala. Þetta er ekki hrein hægristjórn sem situr núna, því fer fjarri. Þetta er reiptogsstjórn þar sem margir verstu gallarnir koma í ljós úr stefnum flokkanna.

"Þöggun og afskiptaleysi" kemur fram í DV frétt um þetta þar sem læknir þar tjáir sig um þetta.

Er Ísland lamað vegna áherzlna á röng mál og röng atriði? Sitjum við uppi með pólitíkusa sem hræðast að taka ákvarðanir og eru femínistarnir í sömu spillingarsúpunni?

Sú öfugþróun ágerist að stóru málin fá sífellt minni athygli en litlu málin fá sífellt meiri athygli, persónuleg vandkvæði. Viku eftir viku er þetta þannig, og nú er reynt að útrýma ofbeldi í fjölmiðlum og hlustað á grátbólgnar sögur. Hvernig á að vera hægt að útrýma ofbeldi með átaki í fjölmiðlum? Það hefur alltaf verið til og verður alltaf til eins og vændi, dóp og annað slíkt. Þetta heitir að berjast við vindmyllur. Á meðan tapast stríðin sem raunverulega er hægt að ná árangri í.

Erum við í keppni um það hvaða heilbrigðisráðherrar eru verstir eða aðrir ráðherrar? Auðvitað má tala um djöflastjórnun og púkastjórnun þegar allt þetta er augljóst. Þegar ömurlegri stöðu er lýst í fréttum en stjórnvöld eru ófær um að gera neitt í málunum þarf að breyta til.

Sjá menn ekki fáránleikann í þessu? Staðan aldrei verri á bráðamótttökunni en þó átti bólusetningarherferðin að redda öllu, svo þjóðin yrði svo heilbrigð?

Ég spyr eins og Bob Dylan: "How many years can a mountain exist before it's washed to the sea?" Hversu miklar hörmungar þurfa að ganga yfir þangað til fólk lærir af mistökunum og breytir um stefnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 85
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 127287

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband