4.6.2021 | 02:07
Leiðtogahlutverk Danmerkur kemur í ljós
Fréttirnar frá Danmörku um innflytjendalöggjöf í takt við tímann vekja allskonar viðbrögð, nema hvað? Ekki við öðru að búast. Eins og venjulega eru íslenzkir kratar 20 árum á eftir þeim í Evrópu. Ekki aðeins Danir eru farnir að þroskast, það örlar á slíku í sjálfri Svíþjóð sem hefur verið eitt helzta sjálfseyðingarþjóðfélagið á hnettinum lengi.
Ég held að það sé sama hvert maður lítur í Evrópu, þar eru æ fleiri að átta sig á því að þróunin er í þessa átt, nema Ísland er á eftir eins og svo oft.
Hvers vegna þarf Ísland að bíða af sér þessar kosningar í þessum málum? Það kemur að því að lokum að flokkar sem taka þessa dönsku afstöðu stækka. Ég á við flokka eins og Íslenzku þjóðfylkinguna og Frelsisflokkinn, og fleiri flokka. Það er ömurlegt ef þeir ná ekki nægilegri stærð til að bjóða fram í kosningunum í haust og ná inn fólki á þing. Það sýnir hvað þjóðin er úr takti við tímann ef meirihluti þjóðarinnar afneitar að þessir flokkar eiga erindi inná alþingi og við þjóðina.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 18
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 506
- Frá upphafi: 132456
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.